Um okkur

Skattaráðgjöf

Fagleg og áreiðanleg þjónusta

Í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte starfa sérfræðingar sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði skattaréttar. Sérfræðingar Deloitte veita faglega og óháða ráðgjöf bæði varðandi innlendan sem og alþjóðlegan skattarétt.

Þjónusta á sviði skattaráðgjafar

Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte veitir á sviði skattaréttar er:

  • Almenn skattaráðgjöf á sviði tekjuskatts, virðisaukaskatts, fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts, eignaskatta og annarra opinberra gjalda.
  • Ráðgjöf um meðferð skatta við slit á félögum, samruna, eigendaskipti o.fl.
  • Ráðgjöf um skattalega meðferð eftirgjafar skulda og frádráttar á töpuðum kröfum.
  • Ráðgjöf vegna fyrirframgreidds arfs.
  • Ráðgjöf um val á félagaformi með tilliti til rekstrar og skattalegri meðferð.
  • Meðferð ágreiningsmála fyrir skattyfirvöldum og öðrum stjórnvöldum.
  • Alþjóðlegur skattaréttur og ráðgjöf vegna tvísköttunarsamninga.
  • Gerð skattalegra áreiðanleikakannanna.
  • Ráðgjöf um milliverðlagningu.

Did you find this useful?