Lausnir

Skattaráðgjöf

Reynsla og þekking

Hjá Skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfa sérfræðingar sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði skattaréttar sem og öðrum sviðum lögfræðinnar.

Þjónusta á sviði skattaráðgjafar

Ráðgjöf og þjónusta sviðsins felst m.a. í eftirfarandi skattaráðgjöf:  

• Almenn skattaráðgjöf á sviði tekjuskatts, virðisaukaskatts, fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts, auðlegðarskatts og annarra opinberra gjalda.

• Ráðgjöf um meðferð skatta við slit á félögum, samruna, eigendaskipti o.fl.

• Ráðgjöf um skattalega meðferð eftirgjafar skulda og frádráttar á töpuðum kröfum.

• Ráðgjöf vegna fyrirframgreidds arfs.

• Ráðgjöf um hvaða félagaform hentar best með tilliti til rekstrar og út frá skattalegum sjónarmiðum.

• Meðferð ágreiningsmála fyrir skattyfirvöldum og öðrum stjórnvöldum.

• Alþjóðlegur skattaréttur og ráðgjöf vegna tvísköttunarsamninga.

• Gerð skattalegra áreiðanleikakannanna.

• Málflutningur í skattamálum í samstarfi við lögmannsstofu.

• Ráðgjöf um milliverðlagningu.

Did you find this useful?