Faglegt efni

Fyrstu viðbrögð við tilkynningu 

um skattrannsókn skipta miklu máli

Nokkur umræða hefur verið undanfarin misseri um skatteftirlit og skattrannsóknir, meðal annars í tengslum við kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum er sýna erlendar eignir Íslendinga. Þá hefur ríkisskattstjóri upplýst um aukið eftirlit og eftirfylgni vegna skila á opinberum gjöldum, svo sem vegna uppgjörs virðisaukaskatts og afdráttarskatta fyrirtækja af starfsmönnum sínum.

Fyrstu viðbrögð við tilkynningu um rannsókn opinberra aðila á einstaklingi eða lögaðila skipta miklu máli

Þegar fyrirsvarsmenn fyrirtækja fá tilkynningu frá skattrannsóknarstjóra um að rannsókn sé hafin á málefnum félagsins er nauðsynlegt að geta brugðist rétt við. Þar kemur sérþekking og reynsla starfsmanna Deloitte ehf. og Lögvits ehf. lögmannsstofu, til góða fyrir félögin og stjórnendur þeirra. 

Fagleg og áreiðanleg þjónusta

Deloitte ehf. hefur í samstarfi við Lögvit ehf., lögmannsstofu sett saman teymi sérfræðinga sem hafa mikla reynslu og þekkingu á málum sem tengjast rannsóknum á efnahags- og skattabrotum. Reynsla starfsmanna bæði Deloitte ehf. og Lögvits ehf. af ýmsum rannsóknarverkefnum er víðtæk, s.s. rannsóknarvinna fyrir föllnu íslensku bankana og fyrir rannsóknarnefnd Alþingis á orsökum og falli sparisjóðanna. Starfsmenn Lögvits. ehf. hafa jafnframt reynslu af rannsóknarvinnu fyrir svissneska fjármálastofnun vegna skattabrota, sem nýtist vel til hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og lögaðila gagnvart skattyfirvöldum, þ.m.t. Skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Mikil þekking og reynsla

Starfmenn teymisins hafa einnig yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á skattamálum, einstaklinga og lögaðila og hvernig skattamálum er háttað á milli landa. Þeir hafa gætt hagsmuna gjaldenda fyrir stjórnvöldum og dómstólum. Lögmenn Lögvits ehf. hafa jafnframt mikla reynslu og þekkingu á skattamálum og hafa veitt ráðgjöf ásamt því að hafa gætt hagsmuna fjölda gjaldenda sem sætt hafa rannsókn hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Did you find this useful?