Þjónusta

Alþjóðleg skattamál

Þegar viðskipti eiga sér stað á milli landa eykst þörfin til muna að huga að skattalegum álitamálum. Ólíkar skattareglur milli ríkja geta leitt til tvískattlagningar með tilheyrandi óvissu og kostnaði.  

Þjónusta Deloitte felst m.a. í eftirfarandi:

 • Greiningu á því hvar skattskylda myndast og áhrif tvísköttunarsamninga þar á.
 • Samantekt á helstu skattalegu álitamálum vegna fjárfestingar eða starfsemi erlendis.
 • Greiningu á því hvort starfsemi myndi fasta starfsstöð og skattaleg áhrif þess.
 • Sækja um endurgreiðslur og undanþágur á grundvelli tvísköttunarsamninga.
 • Svara fyrirspurnum skattyfirvalda og leysa úr ágreiningi vegna tvískattlagningar.

Eftirfarandi þarf m.a. að hafa í huga þegar stunda á viðskipti milli landa:

 • Er fyrirhugað að stofna fyrirtæki eða fjárfesta í starfsemi erlendis.
 • Er fyrirhugað að flytja erlendis.
 • Er tvísköttunarsamningur í gildi á milli ríkja sem starfað er í.
 • Tekur tvísköttunarsamningur til þeirra viðskipta sem um ræðir.
 • Hvernig skattareglur eru í gildi í mismunandi ríkjum.
 • Gæti starfsemi myndað fasta starfsstöð í ríki þar sem starfsemi eða þjónusta er veitt.
 • Er hægt að aflétta tvískattlagningu þegar ljóst er að mörg ríki eiga skattlagningarrétt.

Við hjálpum einstaklingum og fyrirtækjum að greina og leysa úr skattalegum álitamálum sem leiðir af viðskiptum eða starfsemi á milli landa.

Þá njóta viðskiptavinir Deloitte góðs af alþjóðlegu tengslaneti fyrirtækisins og því með auðveldum hætti hægt að fá heildstæða lausn á alþjóðlegum skattamálum.
 

Nánari upplýsingar um alþjóðleg skattamál veita:

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Meðeigandi, skattalögfræðingur

Guðbjörg er meðeigandi Deloitte og skattalögfræðingur hjá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte. Að auki hefur Guðbjörg viðamikla reynslu af ráðgjöf og verkefnum á sviði endurskipulagningar fyrirtækja, ... Meira