Lausnir

Alþjóðleg starfsemi

og tvísköttun

Þegar fyrirtæki stunda starfsemi í öðrum löndum eykst þörfin á heildstæðri skattalegri yfirsýn til muna enda skattlagningu vöru og þjónustu gjarnan háttað með ólíkum hætti í viðkomandi löndum. Þá geta verið skattar erlendis sem ekki er til að dreifa hérlendis, skilyrði til álagningar skatta geta verið ólík og misjafnar kröfur gerðar hvað varðar það hvort fyrirtækið teljist hafa fasta starfsstöð erlendis.

Því getur hæglega komið til tvískattlagningar sem raskað getur grundvelli viðskiptanna, auk þess sem fyrirtæki getur þurft að leysa úr ágreiningi við skattyfirvöld í fleiri en einu ríki vegna þeirra viðskipta með tilheyrandi óvissu og kostnaði. Hins vegar er gjarnan unnt að draga úr væntum áhrifum af þessum toga með ráðstöfunum og skilvirki skipulagningu áður en af viðskiptunum verður. Hér gildir því hið fornkveðna, þ.e. að kapp er best með forsjá.

Atriði sem m.a. verður að hafa í huga

 • Hvort tvísköttunarsamningur sé í gildi við það land sem starfað er í
 • Ef ekki, hvort tilefni sé til að leita bindandi álits hjá viðkomandi skattyfirvöldum
 • Hvort viðkomandi tvísköttunarsamningur tekur til þeirra viðskipta sem um ræðir
 • Hvort starfsemin kalli á sérstaka skoðun á skattamálum starfsmanna sem vinna erlendis[1]
 • Hvort fyrirtækið er talið mynda fasta starfsstöð í því landi sem starfað er í
 • Hvort fyrirtækið telst hafa tengda aðila erlendis og er þar með skylt að skjala milliverðlagningu[2]
 • Hvort upp vakni álitamál vegna virðisaukaskatts sem fyrirtækið er jafnvel undanþegið hérlendis[3]
 • Með hvaða hætti er unnt að aflétta hugsanlegri tvískattlagningu
 • Fela viðskiptin í sér samruna eða yfirtöku á erlendu fyrirtæki sem krefst skatta- og lögfræðilegra áreiðanleikakannana[4]

[1] Sjá Skattamál starfsmanna.

[2] Sjá Nýjar reglur um milliverðlagningu.

[3] Sjá nánar Atvinnurekstur og virðisaukaskattur.

[4] Sjá Skatta- og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir.

Að fenginni reynslu starfsmanna skatta- og lögfræðisviðs Deloitte er úrbóta oft þörf vegna skattalegra álitamála í erlendri starfsemi þegar umfang hennar eykst síðar meir og fyrirtæki teljast þá hafa fasta starfsstöð í viðkomandi löndum, þegar tvísköttunarsamningar afmarka ekki skattlagningarréttinn við annað samningsríkið eða þegar viðskiptin falla ekki undir viðkomandi samninga, þegar fyrirtæki senda starfsmenn sína erlendis til vinnu, þegar um er að ræða sértæka skatta erlendis sem ekki þekkjast hérlendis og þegar kemur að meðferð virðisaukaskatts erlendis er ólík því sem gildir hér á landi. 

Hefðbundnar skattalegar brotalamir tengdar alþjóðaviðskiptum

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu sem veitir faglega og óháða ráðgjöf á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Sem hluti af alþjóðaneti Deloitte höfum við jafnframt aðgang að sérfræðingum í um 150 löndum og getum því í sameiningu leyst úr þeim álitamálum sem vakna í starfsemi íslenskra fyrirtækja víðs vegar um heiminn. Eins aðstoðum við reglulega aðildarfélög Deloitte í öðrum löndum þegar kemur að starfsemi erlendra fyrirtækja hérlendis.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Upplýsingagjöf til íslenskra fyrirtækja um það skattaumhverfi sem gildir erlendis og til erlendra fyrirtækja um umhverfið hér á landi
 • Mat á skattskyldu vegna tiltekinna viðskipta íslenskra fyrirtækja erlendis og erlendra fyrirtækja hérlendis, s.s. í hvaða tilvikum á að halda eftir afdráttarsköttum eða standa skil á virðisaukaskatti
 • Almenna ráðgjöf varðandi tvísköttunarsamninga og áhrif þeirra á viðkomandi viðskipti auk vinnu við beitingu ákvæða tvísköttunarsamninga til að koma í veg fyrir tvísköttun
 • Aðstoð í tengslum við fjármögnun verkefna, s.s með gerð hvers kyns lánasamninga og samskiptum við fjármálastofnanir
 • Úttekt á og skjölun milliverðlagningar vegna viðskipta milli tengdra aðila í samræmi við leiðbeiningar OECD um milliverðlagningu
 • Mat á skattskyldu starfsmanna sem vinna erlendis og erlendra starfsmanna sem vinna hérlendis, skjalagerð því tengdu og umsókn um atvinnu- og dvalarleyfi
 • Vinnu við samningagerð, endurskipulagningu fyrirtækja, samruna, yfirtöku félaga og gerð skattalegra og lögfræðilegra áreiðanleikakannana
 • Annars konar skattaráðgjöf, skjalagerð og samskipti við opinbera aðila á þessu sviði s.s. vegna umsókna um endurgreiðslu á ofgreiddum sköttum hérlendis eða erlendis á grundvelli tvísköttunarsamninga

Hafðu samband við okkur sem fyrst og við aðstoðum þig við að leysa úr skattalegum álitamálum vegna erlendrar starfsemi þíns fyrirtækis eða innlendrar starfsemi ef fyrirtækið þitt er skráð erlendis en með starfsemi hér á landi.

Did you find this useful?