Þjónusta

Alþjóðleg starfsmannaþjónusta

Deloitte aðstoðar stjórnendur fyrirtækja að skipuleggja og haga starfsmannamálum á ábyrgan hátt

Í síbreytilegu lagaumhverfi og aukinni alþjóðavæðingu aðstoðar Deloitte stjórnendur fyrirtækja að skipuleggja og haga starfsmannamálum á ábyrgan hátt með hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra og ekki síður starfsmanna að leiðarljósi. Þannig má draga úr hættu á ágreiningi við yfirvöld í hverju ríki fyrir sig.

Þjónusta Deloitte

Þjónusta og sérþekking Deloitte felst meðal annars í eftirfarandi:

 • Vinnu við beitingu ákvæða tvísköttunarsamninga.
 • Mati á skattskyldu starfsemi/starfsmanns.
 • Aðstoð við gerð skattframtala starfsmanna.
 • Ráðgöf og aðstoð við samningagerð milli fyrirtækja og starfsmanna sem vinna erlendis.
 • Aðstoð vegna umsókna um atvinnu- og dvalarleyfi.
 • Aðstoð vegna útreiknings skatta erlendra starfsmanna hér á landi.
 • Ráðgjöf vegna almannatrygginga.
 • Annarri ráðgjöf, skjalagerð og samskiptum við opinbera aðila.

Sérfræðingar Deloitte veita ráðgjöf, aðstoða við lögbundna skjalagerð fyrir fyrirtækin og starfsmenn þeirra og aðstoða þau með samskipti við skattyfirvöld hér heima og erlendis í samvinnu við önnur aðildarfélög Deloitte í öðrum löndum.

Dæmi um fyrirtæki sem huga þyrftu að alþjóðlegum starfsmannamálum:

 • Fyrirtæki sendir starfsmenn sína til annarra landa vegna starfsemi erlendis.
 • Fyrirtæki ræður eða leigir til sín starfsmenn frá öðrum löndum.
 • Erlend starfsmannaleiga hyggst starfa hér á landi.
 • Erlent fyrirtæki hyggst hefja starfsemi hér á landi.
 • Fyrirtæki hyggst ráða stjórnarmann erlendis frá.
 • Yfirvöld óska eftir upplýsingum um starfsmenn erlends fyrirtækis sem staðsettir eru hér á landi.
   

Nánari upplýsingar veita:

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Liðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf

Jörundur er viðskiptafræðingur og með MS í skattarétti. Jörundur er liðsstjóri í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte og hefur sérhæft sig í skattamálum erlendra starfsmanna er koma til landsins.... Meira

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Eigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar

Haraldur I. Birgisson er meðeigandi hjá Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar, auk þess að sinna hlutverki forstöðumanns Viðskipta- og markaðstengsla. Hann er lögfræðingur frá Háskólanu... Meira