Lausnir

Virðisaukaskattur

og atvinnurekstur

Virðisaukaskattur hefur marga ólíka snertifleti við íslenskt atvinnulíf. Þannig er víðtæk vinna og þjónusta undanþegin skatti, önnur er skattskyld en í ólíkum skattþrepum. Tilteknir aðilar eru undanþegnir skattskyldu á meðan aðrir eru skattskyldir, en jafnvel þeir sem eru undanþegnir þurfa að skila virðisaukaskatti af tiltekinni þjónustu sem þeir inna af hendi eða afla sér.

Það er því að mörgu að hyggja og mikilvægt að sýna fyrirhyggju til að forðast endurákvarðanir og álög skattyfirvalda, sérstaklega í ljósi persónulegrar ábyrgðar stjórnenda og stjórnarmanna á virðisaukaskattsskilum fyrirtækja.

Atriði sem m.a. verður að hafa í huga

 • Teljast vörur og/eða þjónusta fyrirtækis virðisaukaskattsskyld
 • Fellur fyrirtækið undir undanþáguákvæði laga um virðisaukaskatt
 • Er hluti af veltu fyrirtækisins ekki virðisaukaskattsskyldur
 • Veitir fyrirtækið, sem er undanþegið skattskyldu, þjónustu sem er virðisaukaskattsskyld
 • Kaupir fyrirtækið þjónustu erlendis frá sem er virðisaukaskattsskyld hér á landi
 • Er starfsemin hluti af erlendum rekstri og veitir þjónustu hér á landi
 • Felur starfsemin í sér byggingu eða útleigu fasteigna sem skráðar eru frjálsri eða sérstakri skráningu
 • Á fyrirtækið rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts
 • Er bókhalds- og uppgjörsmálum hagað í samræmi við skilyrði laga og reglugerða um virðisaukaskatt

Að fenginni reynslu starfsmanna skatta- og lögfræðisviðs Deloitte er úrbóta oft þörf við meðferð virðisaukaskatts hjá fyrirtækjum.

Mistök eru algeng hjá fyrirtækjum sem eru að hefja starfsemi, byggja og leigja út fasteignir, þegar fyrirtæki eru undanþegin virðisaukaskattsskyldu en veita þjónustu sem er virðisaukaskattskyld og þegar fyrirtæki eru að kaupa þjónustu erlendis frá sem er að hluta til nýtt hérlendis og að hluta erlendis.

Algengar brotalamir á sviði virðisaukaskatts

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af öllum sviðum virðisaukaskatts og áralanga reynslu af samskiptum við skattyfirvöld. Við getum því aðstoðað þig við að skipuleggja virðisaukaskattsmál fyrirtækisins þannig að þau standast kröfur laga og reglugerða samhliða því að hámarka verðmæti hjá fyrirtækinu. Hafðu samband og við förum yfir málin með þér.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við:

 • Úttektir á skattamálum til að tryggja að skil á virðisaukaskatti séu í samræmi við lög
 • Ráðgjöf um virðisaukaskatt í upphafi rekstrar
 • Umsóknir um skráningu á virðisaukaskattsskrá fyrir fyrirtæki í margs konar rekstri, m.a. fyrirtæki í byggingastarfsemi og þróunarstarfsemi
 • Mótun verkferla á sviði virðisaukaskatts
 • Skil á virðisaukaskatti og umsóknir um endurgreiðslur
 • Umboðsmennsku í virðisaukaskatti fyrir erlenda aðila sem veita þjónustu hér á landi
 • Samskipti við skattyfirvöld vegna virðisaukaskatts

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Forstöðumaður Viðskipta-og markaðstengsla

Haraldur I. Birgisson er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Deloitte í byrjun árs 2014. Hann er einn af meðeigendum Deloitte og er forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla ásam... Meira