Lausnir

Eftirfylgni við skattalög

og úrlausn ágreinings

Skattalög og –reglur teygja anga sína víða í rekstrarumhverfi fyrirtækja, jafnt stórra sem smárra. Stafar það af talsverðum fjölda skatta sem lagðir eru á fyrirtæki og viðskipti þeirra í milli en ekki síður af skattareglum sem leiða gjarnan til ólíkrar álagningar þeirra s.s. vegna undanþága eða frádráttarliða. Þá verður að hafa í huga samspil skattalaga og annarra laga sem varða rekstur fyrirtækja, bæði almennra og sértækra, sem getur haft áhrif á rekstrarákvarðanir í skattalegu tilliti.

Sýndu fyrirhyggju í skattamálum

Það er grundvallaratriði að sýna fyrirhyggju í skattamálum fyrirtækja, sérstaklega í ljósi síbreytilegs rekstrarumhverfis þeirra og aukinnar alþjóðavæðingar. Enda er óvíst hvort að lengri tíma ákvarðanir dagsins í dag standist í einu og öllu regluverk gærdagsins þegar fram í sækir og skattyfirvöld nýta heimildir sínar til að krefjast breytinga á skattskilum fyrirtækja allt að sex ár aftur í tímann.

Fyrirbyggjandi atriði sem þarf m.a. að hafa í huga:

 • Eru allar opinberar skráningar í góðu horfi, bæði hvað varðar fyrirtækið sjálft og eignir þess.
 • Endurspegla opinberar skráningar starfsemi fyrirtækisins.
 • Eru öll opinber gjöld í skilum eða er fyrirtækið undanþegið skatti að einhverju leyti.
 • Eru ferlar vegna skattskila s.s. vegna virðisaukaskatts og staðgreiðslu eins og vera ber.[1]
 • Eru slíkir ferlar rýndir reglulega, s.s. af stjórnendum, stjórn og/eða endurskoðunarnefnd.
 • Er tekið á skattalegum annmörkum sem upp koma með skilvirkum hætti.
 • Er rekstrarupplýsingum haldið til haga í samræmi við skilyrði laga.
 • Eru upplýsingakerfi fyrirtækisins nægilega skilvirk til að halda utan um skattamál þess.
 • Eru skattaskuldbindingar fyrirtækisins rétt reiknaðar.
 • Er stefnt að yfirtökum eða samrunum sem áhrif munu hafa á skattaskuldbindingar fyrirtækisins.[2]
 • Uppfylla úttektir hluthafa úr fyrirtækinu þar til gerð lagaskilyrði.
 • Uppfyllir taprekstur og/eða tiltekin gjöld fyrirtækisins skilyrði þess að vera gjaldfærð.
 • Er búið að kanna áhrif á skattskil fyrirtækisins þegar starfsmenn eru sendir erlendis til vinnu.[3]
 • Eru hlunnindi starfsmanna í takt við þar til gerðar reglur.
 • Eru tengdir aðilar og viðskipti þeirra á milli og er búið að skjala þau viðskipti.[4]
 • Er fyrirtækið í alþjóðlegri starfsemi sem skapar áhættu m.t.t. óvissu í skattlagningu.[5]
 • Hafa fallið dómar eða úrskurðir skattyfirvalda sem kalla á endurskoðun tiltekinna þátta.
   

[1] Sjá nánar Atvinnurekstur og virðisaukaskattur.

[2] Sjá nánar Skatta- og lögfræðilegar áreiðanleikakannanir.

[3] Sjá nánar Skattamál starfsmanna.

[4] Sjá Nýjar reglur um milliverðlagningu.

[5] Sjá Alþjóðleg starfsemi og tvísköttun.

 

 

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu af öllum sviðum skattlagningar, áralanga reynslu af samskiptum við skattyfirvöld og af málflutningi í skattamálum í samstarfi við lögmannsstofu.

Við getum því aðstoðað þig við að haga málum með fyrirbyggjandi hætti til að lágmarka líkur á ágreiningi við skattyfirvöld með tilheyrandi kostnaði og óvissu.

Eins getum við aðstoðað þig við að leysa úr ágreiningi sem þegar er orðinn milli fyrirtækisins og skattyfirvalda, með eins skilvirkum hætti og unnt er. 

Hafðu samband við sérfræðinga okkar:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Forstöðumaður Viðskipta-og markaðstengsla

Haraldur I. Birgisson er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Deloitte í byrjun árs 2014. Hann er einn af meðeigendum Deloitte og er forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla ásam... Meira