Þjónusta

Ívilnanir vegna fjárfestinga og þróunar

Deloitte aðstoðar við að sækja um ívilnanir

Á Íslandi sem og í fjölmörgum ríkjum er boðið upp á ívilnanir vegna fjárfestinga og þróunar. Að sækja um tilteknar ívilnanir getur verið flókið ferli og í mörgum tilvikum þarf sérstök nefnd að heimila slíkar umsóknir. Deloitte aðstoðar fyrirtæki við að meta hvort þau uppfylli skilyrði ívilnana sem ríki bjóða upp á, til að mynda á sviði rannsókna og þróunar og fjárfestinga, og þá að nýta sér þessi úrræði.

Þjónusta Deloitte

Þjónusta og sérþekking Deloitte felst meðal annars í eftirfarandi:

 • Staðbundin þekking á ferlum og kerfum tengd ívilnunum.
 • Yfirsýn yfir mögulega styrki, skattalega hvata og aðrar ívilnanir erlendis.
 • Greiningar á því hvort fyrirtæki/verkefni uppfylli skilyrði ívilnana.
 • Aðstoð við undirbúa umsóknir um ívilnanir í viðkomandi löndum.
 • Aðstoð við yfirferð ýmissa gagna sem tilheyrir slíkum umsóknum.
 • Aðstoð við samskipti við skattyfirvöld og aðra opinbera aðila á þessu sviði.
 • Aðstoð við samningagerð tengdum ívilnunum, til dæmis fjárfestingarsamningum.
 • Aðstoð við framtalstengd atriði, þar sem unnt er.

Styrkveitingar geta verið fyrirtækjum gríðarlegar mikilvægar og í sumum tilvikum forsenda þess að byggja upp þróunarstarfsemi eða leggja í aðrar stórtækar fjárfestingar í tilteknu landi.

Dæmi um fyrirtæki sem gætu átt rétt á ívilnunum:

 • Fyrirtæki eru í fjármagnsfrekri þróunarstarfsemi og vilja athuga hvort að þeim standi einhverjar ívilnanir til boða hérlendis.
 • Fyrirtæki vilja leggja aukið fjármagn í sína þróunarstarfsemi og eru að huga að heppilegri staðsetningu þeirrar starfsemi m.t.t. mögulegra ívilnana sem eru í boði.
 • Fyrirtæki eru að kaupa félög erlendis sem eru í talsverðri þróunarstarfsemi og vilja skoða hvort viðkomandi land bjóði upp á ívilnanir.

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Eigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar

Haraldur I. Birgisson er meðeigandi hjá Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar, auk þess að sinna hlutverki forstöðumanns Viðskipta- og markaðstengsla. Hann er lögfræðingur frá Háskólanu... Meira

Þórdís Bjarnadóttir

Þórdís Bjarnadóttir

Liðsstjóri, Skatta-og lögfræðiráðgjöf

Þórdís Bjarnadóttir er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með próf í verðbréfaviðskiptum. Þórdís hóf störf hjá Deloitte í upphafi árs 2018 en var áður til margra ára lögmaður hjá Advel lögmann... Meira