Lausnir

Milliverðlagning

Nýjar reglur - ný viðmið

Frá lokum árs 2013 gilda nýjar reglur um milliverðlagningu (e. Transfer Pricing). Helstu breytingar eru að í stað þess að skattyfirvöld hafi haft nokkuð frjálsar hendur við mat á hvort réttum aðferðum sé beitt við milliverðlagningu hafa nú verið lögleidd ítarleg ákvæði OECD reglna í þessum efnum.

Eiga reglurnar við um þinn rekstur?

Ef fyrirtækið þitt stundar viðskipti við tengda aðila, hvort sem það er kaup eða sala á þjónustu eða vöru, þá ber að taka tillit til reglnanna.

Ber að beita ákveðnum aðferðum við mat á verðlagningu í þessum viðskiptum. Sérstök skjölunarákvæði eiga svo við ef fyrirtækið er yfir ákveðnum stærðarmörkum.

Hér er hægt að nálgast upplýsingabækling um nýjar milliverðlagsreglur frá Deloitte

Hvers vegna Deloitte?

Hjá Deloitte á Íslandi starfa sérfræðingar í milliverðlagsreglum sem veitt geta ráðgjöf annars vegar um verðákvörðunina og hins vegar um skjölunina. Íslensku sérfræðingarnir njóta fulltingis Deloitte í Danmörku sem er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum í ráðgjöf um milliverðlagningu.

Við getum aðstoðað þig við að haga málum rétt frá upphafi svo ekki komi til skattskoðunar og endurálagningar vegna rangs milliverðs.

Hafðu samband við Harald I. Birgisson sem fyrst og við leysum málið.

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Víðtæk þekking og reynsla sérfræðinga Deloitte á skatta- og lögfræðisviði

Á skatta- og lögfræðisviði Deloitte starfar sérhæft starfsfólk með víðtæka reynslu sem veitir faglega og óháða ráðgjöf á sviði skattaréttar, fjármálaréttar og félagaréttar.

Þjónusta okkar felst m.a. í vinnu við samningagerð, endurskipulagningu fyrirtækja, samruna, yfirtöku félaga og gerð skattalegra og lögfræðilegra áreiðanleikakannana. Við höfum einnig mikla reynslu af hvers kyns lánasamningum og samskiptum við fjármálastofnanir og opinbera aðila.

Hér til hliðar er hægt að sjá grein um lagasetningu tengda milliverðlagningu, er birtist í Markaðinum 7. janúar 2015.

Grein eftir Harald I. Birgisson og Símon Þór Jónsson hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Umfjöllun í fjölmiðlum

Hér til hliðar má sjá grein er birtist í Morgunblaðinu eftir Harald I. Birgisson hjá skatta- og lögfræðisviði Deloitte, sem ber heitir "Reglur um viðskipti tengdra aðila draga úr samkeppnishæfni"

Morgunblaðið 9.1.2015

Hafðu samband við sérfræðinga okkar á sviði milliverðlagningar:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Forstöðumaður Viðskipta-og markaðstengsla

Haraldur I. Birgisson er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Deloitte í byrjun árs 2014. Hann er einn af meðeigendum Deloitte og er forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla ásam... Meira

Erna Sif Jónsdóttir

Erna Sif Jónsdóttir

Lögfræðingur

Erna Sif er verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.... Meira