Þjónusta

Milliverðlagning

Transfer Pricing

Armslengdarreglan er viðurkennd í flestum ríkjum og felur í sér að fyrirtæki ákveði verð í tengdum viðskiptum á sama hátt og ótengd fyrirtæki hefðu ákveðið verð sín á milli undir sambærilegum kringumstæðum. Á grundvelli milliverðlagningarreglna er skattyfirvöldum heimilt að gera leiðréttingar á skattskilum tengdra aðila þegar verðlagning í viðskiptum þeirra eru frábrugðin því sem ætla mætti að hefði verið í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila.

Þjónusta Deloitte

Deloitta aðstoðar fyrirtæki við að auka yfirsýn yfir viðskipti milli tengdra aðila og að greina milliverðlagsgrundvöll þeirra í formi milliverðlagsskýrslna í samræmi við íslensk lög og leiðbeiningar OECD. Þá veitir Deloitte almenna ráðgjöf í tengslum við viðskipti milli tengdra aðila til að auka skilvirkni og vissu um að fyrirkomulag tengdra viðskipta sé lögum samkvæmt.

Þjónusta og sérþekking Deloitte felst meðal annars í eftirfarandi:

 • Greiningu á hvort fyrirtæki falli undir regluverkið.
 • Ráðgjöf í tengslum við stefnumótun og áætlanagerð á þessu sviði.
 • Ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu og áhrif á milliverðlagningu.
 • Útbúa skýrslur á sviði milliverðlagningar, sem skattyfirvöld geta kallað eftir.
 • Útbúa samanburðarskýrslur (benchmarking) til að greina armslengd viðskipta.
 • Aðstoð við gerð eyðublaða (4.28 og 4.30) í tengslum við framtalsskil.
 • Aðstoð við samskipti við skattyfirvöld og úrlausn ágreinings.
 • Aðstoð við umsóknir um bindandi álit og sambærileg mál.

Dæmi um fyrirtæki sem þurfa að huga að milliverðlagsmálum:

 • Fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við erlenda tengda aðila, móður-, dóttur- eða systurfélög, og vilja skjala verðlagningu þeirra viðskipta.
 • Fyrirtæki vilja afla sér upplýsinga um sambærileg viðskipti með þjónustu, vörur, óefnislegar eignir eða fjármögnun.
 • Viðskiptin varða tilfærslu á óefnislegum eignum milli landa og fyrirtæki vilja skrá þau viðskipti og fá mat á virði þeirra.
 • Fyrirtæki eru að kaupa félög erlendis eða í endurskipulagningarferli og vilja greina hvort að milliverðlagning sé í ágætu horfi.
 • Skattyfirvöld óska eftir upplýsingum um fyrirkomulag milliverðlagningar, sem er gjarnan undanfari endurákvörðunar á skattstofnum.

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Eigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar

Haraldur I. Birgisson er meðeigandi hjá Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar, auk þess að sinna hlutverki forstöðumanns Viðskipta- og markaðstengsla. Hann er lögfræðingur frá Háskólanu... Meira

Þórdís Bjarnadóttir

Þórdís Bjarnadóttir

Liðsstjóri, Skatta-og lögfræðiráðgjöf

Þórdís Bjarnadóttir er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með próf í verðbréfaviðskiptum. Þórdís hóf störf hjá Deloitte í upphafi árs 2018 en var áður til margra ára lögmaður hjá Advel lögmann... Meira