Lausnir

Skattamál við samruna og yfirtökur    

M&A Tax

Hvers kyns endurskipulagning hjá lögaðilum, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja, breytingu á rekstrarformi, samruna eða skiptingar, kallar á sérstaka skoðun og ráðgjöf frá sérfræðingum um skattaleg álitamál. Við kaup á fyrirtækjum er mikilvægt að skoða sérstaklega hvernig skattamálum hefur verið hagað til að lágmarka fjárhagslega áhættu vegna mögulegra endurákvarðana skattyfirvalda.

Starfsmenn Deloitte búa yfir sérfræðiþekkingu þegar kemur að skattalegum áreiðanleikakönnunum við kaup á fyrirtækjum og meta fjárhagslega áhættu í tengslum við kaupin.

Sérþekking Deloitte felst m.a. í eftirfarandi:

 • Skattalegar áreiðanleikakannanir við kaup á fyrirtækjum.
 • Aðstoð við kortlagningu á skattamálum og mögulegri samþættingu eftir kaup eða samruna fyrirtækja (e. Post merger intergration).
 • Ráðgjöf í tengslum við samruna og skiptingar.
   

Dæmi um atriði sem huga þarf að:

 • Skattaleg áhrif fyrirhugaðra ráðstafana
 • Hafa skattamál og ferlar þeim tengdum verið í góðum horfum í fyrirtækinu sem verið er að kaupa eða sameinast.
 • Eru uppi ágreiningsmál við skattyfirvöld eða er um að ræða vanskil á opinberum gjöldum sem þarf að rýna nánar.
 • Liggur ljóst fyrir hvernig samþætta á ýmis skattamál eftir kaup eða sameiningu fyrirtækja.
 • Hafa lög breyst eða nýir úrskurðir verið gefnir út af skattyfirvöldum sem gætu haft áhrif og því þörf á að rýna nánar.
   

Nánari upplýsingar veita:

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Meðeigandi Deloitte, héraðsdómslögmaður

Guðbjörg er meðeigandi og verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte.... Meira

Bjarni Þór Bjarnason

Bjarni Þór Bjarnason

Meðeigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs

Bjarni Þór Bjarnason er sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs og einn af meðeigendum Deloitte. Bjarni hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði skatta- og félagaréttar. ... Meira