Þjónusta

Úrlausn ágreiningsmála

Deloitte veitir vandaða ráðgjöf

Það er grundvallaratriði að sýna fyrirhyggju í skattamálum fyrirtækja, en skattalög og reglur teygja anga sína víða í rekstrarumhverfi fyrirtækja, jafnt stórra sem smárra. Stafar það af talsverðum fjölda skatta sem lagðir eru á fyrirtæki og viðskipti þeirra í milli en ekki síður af skattareglum sem leiða gjarnan til ólíkra álagningar þeirra svo sem vegna undanþágu eða frádráttarliða.

Aukið eftirlit og aðgerðir skattyfirvalda kalla á fyrirhyggju í skattamálum. Regluverk í kringum skattamál getur verið flókið og nýir dómar og úrskurðir geta kallað á endurskoðun tiltekinna þátta, sem getur leitt til þess að óvíst er hvort lengri tíma ákvarðanir standist að öllu regluverk þegar fram í sækir.

Þjónusta Deloitte

Þjónusta og sérþekking Deloitte felst meðal annars í eftirfarandi:

 • Ráðgjöf um skattamál í tengslum við hvers kyns fjárfestingar, viðskipti eða endurskipulagningar.
 • Greiningu á því hvort skattaskuldbindingar séu reiknaðar með réttum hætti.
 • Greiningu á því hvort að skattskil séu með réttum hætti.
 • Að svara fyrirspurnum og boðunum skattyfirvalda.

Deloitte hjálpar aðilum að haga skattamálum málum með fyrirbyggjandi hætti til að lágmarka líkur á ágreiningi við skattyfirvöld. Það er gert með því að veita vandaða ráðgjöf um skattaleg álitamál áður en ráðist er í fjárfestingar eða endurskipulagningar. Deloitte aðstoðar jafnframt við að leysa úr ágreiningi sem þegar er orðinn við skattyfirvöld, með eins skilvirkum hætti og unnt er.

Dæmi um aðstæður og atvik sem kalla á greiningar á skattamálum:

 • Stefnt er að endurskipulagningu fyrirtækja.
 • Breyting á rekstrarformi fyrirtækja geta leitt til breyttrar skattlagningar.
 • Fyrirtækið gæti hafa ofgreitt opinber gjöld eða er undanþegið skatti að einhverju leyti.
 • Útreikningar á skattaskuldbindingum og meðhöndlun þeirra. 
 • Úttektir hluthafa þurfa að vera í samræmi við gildandi skattalög.
 • Hlunnindi starfsmanna þurfa að vera í samræmi við gildandi skattalög.
 • Nýlegir dómar eða úrskurðir gætu hafa fallið sem hafa áhrif á fyrirtæki.
 • Skattyfirvöld hafa sent fyrirspurnir eða boðað endurákvarðanir á opinberum gjöldum.
   

Nánari upplýsingar veita:

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Guðbjörg Þorsteinsdóttir

Meðeigandi, skattalögfræðingur

Guðbjörg er meðeigandi Deloitte og skattalögfræðingur hjá Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte. Að auki hefur Guðbjörg viðamikla reynslu af ráðgjöf og verkefnum á sviði endurskipulagningar fyrirtækja, ... Meira

Pétur Steinn Guðmundsson

Pétur Steinn Guðmundsson

Héraðsdómslögmaður

Pétur Steinn er héraðsdómslögmaður og starfar í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2010. Pétur Steinn hefur langa reynslu af atvinnulífinu og alþjóðlegum sa... Meira