Lausnir

Þjónusta fyrir skiptastjóra

og tilsjónarmenn

Deloitte hefur víðtæka þekkingu og reynslu af rannsóknarvinnu, aðstoð við málaferli og öðrum verkefnum sem skiptastjórar og tilsjónarmenn hafa á sinni könnu. Deloitte veitir fjölbreytta þjónustu sem hentar þörfum skiptastjóra og tilsjónarmanna.

Sérhæfð rannsóknarvinna og aðstoð við málaferli

Hjá Deloitte starfar hópur sérfræðinga sem sérhæfir sig í rannsóknarvinnu og aðstoð við málaferli. Sérfræðingarnir hafa yfirgripsmikla þekkingu á endurskoðun, reikningshaldi, skattamálum, almennri lögfræði, innra eftirliti, upplýsingakerfum og fjármálaráðgjöf. Þessi þekking nýtist vel þegar grunsemdir vakna um sviksamlegt athæfi innan fyrirtækja eða stofnana eða þegar önnur atvik gefa tilefni til rannsóknar.

Sérfræðingar Deloitte hafa mikla reynslu af því að vinna með opinberum rannsóknar- og eftirlitsaðilum. Í hópi okkar eru sérfræðingar með reynslu af störfum í fjármálafyrirtækjum og hjá eftirlitsstofnunum. Auk þess bjóðum við upp á samstarf með erlendum sérfræðingum Deloitte sem hafa áratugareynslu af slíkri þjónustu.

Forensic & Dispute Services

Upplýsingaöflun um viðskiptavini

Business Intelligence Services

Deloitte veitir þjónustu við upplýsingaöflun um viðskiptavini eða viðsemjendur, t.d. við könnun á bakgrunni og stöðu fyrirtækja eða einstaklinga. Rannsóknin felur í sér leit í gagnagrunnum sem Deloitte hefur aðgang að og veitir upplýsingar m.a. um eignarhald fyrirtækja, stjórnendur þess, eignir og skuldbindingar.

Sérhæfð þjónusta á greiðslustöðvunartíma

Deloitte getur aðstoðað við endurfjármögnun, við að ná kyrrstöðusamningum við kröfuhafa eða í samningum við kröfuhafa um lækkun skulda og/eða skilmálabreytingu þeirra þannig að endurgreiðsluferill samræmist tekjuflæði fyrirtækisins.

Sérþekking og víðtæk reynsla

Þjónusta fyrir skiptastjóra og tilsjónarmenn

Hér til hliðar er hægt að nálgast einblöðung með nánari lýsingu á þjónustu Deloitte fyrir skiptastjóra og tilsjónarmenn.