Þjónusta

TMC

Tax Management Consulting

Þjónusta Deloitte

Deloitte aðstoðar fyrirtæki sem starfa í mörgum löndum að mæta þeim áskorunum sem fylgir því að þurfa að starfa í samræmi við skattalög og reglur ólíkra ríkja (compliance), sem eru sífellt að breytast – bæði af hálfu ríkjanna sjálfra og alþjóðlegra stofnana á borð við ESB og OECD. Það er gert með því að veita úttektir og ráðgjöf á ferlum, samhæfingu kerfa, miðlun gagna og innleiðingu tæknilausna, í takt við áhættustefnu og stýringu fyrirtækjanna. Þessi verkefni eru í flestum tilvikum unnin í samstarfi við önnur Deloitte aðildarfélög, í viðkomandi löndum.

Þjónusta og sérþekking Deloitte felst meðal annars í eftirfarandi:

 • Greiningar á stöðu fyrirtækja með tilliti til eftirfylgni í ólíkum löndum.
 • Ráðgjöf varðandi ferla fyrirtækja á þessum sviðum.
 • Aðstoð við innleiðingu uppfærðra/nýrra ferla, þvert á lönd.
 • Ráðgjöf í tengslum við samhæfingu ferla og fjárhagskerfa.
 • Aðstoð við söfnun, greiningu og miðlun gagna – upplýsingagreiningu.
 • Ráðgjöf í tengslum við val á tæknilausnum og innleiðingu þeirra.
 • Heildstæðar tæknilausnir á sviði eftirfylgni við skattareglur, í samstarfi við önnur Deloitte aðildarfélög.
 • Útbúa gögn og annast skil í mörgum löndum (outsource), í samstarfi við önnur Deloitte aðildarfélög.

Fyrirtæki sem starfa í mismunandi löndum standa frammi fyrir ýmsum áskorunum sem leiðir af starfseminni og síbreytilegum reglum. Aðstoð Deloitte gerir fyrirtækjum kleift að fá betri yfirsýn yfir ferla tengda skattamálum milli landa.

Helstu áskoranir fyrirtækja sem starfa í mörgum löndum:

 • Skil á skattframtölum í réttu horfi og á réttum tíma í hverju landi.
 • Skattskylda starfsmanna í fleiri en einu landi.
 • Skil á virðisaukaskatti í mörgum löndum.
 • Reikningsskil og ársreikningar þurfa að vera í samræmi við reglur ríkjanna.
 • Meðhöndlun afdráttarskatta vegna greiðslna milli ríkja.
 • Geta fjárhagskerfa til að safna og miðla ofangreindum upplýsingum.
 • Samræmi þessara þátta við áhættustýringu fyrirtækjanna.
 • Samþykktarferli til að skil á upplýsingum og greiðslur séu í réttu horfi.
 • Samhæfing ólíkra deilda innan fyrirtækja.
 • Heildstæð yfirsýn yfir ofangreind atriði og ferlin að baki.
 • Reglulegar mælingar á árangri á þessum sviðum.
   

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Eigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar

Haraldur I. Birgisson er meðeigandi hjá Deloitte og sviðsstjóri Skatta- og lögfræðiráðgjafar, auk þess að sinna hlutverki forstöðumanns Viðskipta- og markaðstengsla. Hann er lögfræðingur frá Háskólanu... Meira

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Liðsstjóri, Skatta- og lögfræðiráðgjöf

Jörundur er viðskiptafræðingur og með MS í skattarétti. Jörundur er liðsstjóri í Skatta- og lögfræðiráðgjöf Deloitte og hefur sérhæft sig í skattamálum erlendra starfsmanna er koma til landsins.... Meira