Lausnir

Þjónusta við fyrirtæki í olíuiðnaði

Olíuleitarfyrirtæki og þjónustufyrirtæki

Þrátt fyrir að olíuleit á íslenska landgrunninu sé á byrjunarstigi er ljóst að slíkur iðnaður gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskt atvinnulíf. Vegna landfræðilegrar stöðu myndi þjónusta við olíuleitarfyrirtækin verða veitt frá Íslandi í miklu mæli. Þar sem um nýjan iðnað er að ræða á Íslandi er margt sem þarf að hyggja að.

Deloitte hefur sérhæft sig í þjónustu við olíuiðnaðinn og er því vel í stakk búið til að aðstoða bæði olíuleitarfyrirtækin og þjónustufyrirtæki þeirra. Eitt af því sem þarf að huga að er sérstök skattlagning á fyrirtæki í þessum iðnaði. Það hafa verið settar sérstakar reglur um kolvetnisvinnslu bæði í sérstakan lagabálk og síðan í lög um tekjuskatt og virðisaukaskatt. Umrædd lög voru á sínum tíma sett í tengslum við útboð til sérleyfa til kolvetnisvinnslu á Drekasvæðinu.

Skattlagning kolvetnisvinnslu

Skattlagning slíkrar starfsemi í viðbót við venjulegan tekjuskatt er þríþætt og samanstendur af svæðisgjaldi, framleiðslu-gjaldi og sérstökum kolvetnisskatti.

Svæðisgjald er greitt fyrir sérleyfi til leitar, rannsóknar eða vinnslu kolvetnis og tekur fjárhæð gjaldsins mið af þeim réttindum sem sérleyfið veitir. Leyfishafi skal árlega greiða til ríkissjóðs gjald fyrir afnot af rannsóknarsvæði. Fyrstu sex ár sem leyfi er í gildi skal leyfishafi greiða árlega 10.000 kr. fyrir hvern ferkílómetra sem leyfið tekur til en þar á eftir hækkar gjaldið árlega um 10.000 kr. fyrir hvern ferkílómetra. Gjaldið skal þó aldrei vera hærra en 150.000 kr. árlega fyrir hvern ferkílómetra.

Framleiðslugjald tekur mið af verðmæti kolvetnisins sem nýtt er úr auðlindinni. Gjaldstofninn miðast við söluverð þess kolvetnis sem nýtt er úr auðlindinni og því er gjaldið óháð afkomu kolvetnisvinnslunnar. Gjaldhlutfall framleiðslugjalds skal vera 5% og telst gjaldið til rekstrarkostnaðar.

Sérstakur kolvetnisskattur er lagður á hagnað sem verður til við nýtingu kolvetnisauðlindarinnar. Öll nágrannalönd okkar skattleggja kolvetnisframleiðslu-fyrirtæki sérstaklega og sem dæmi má nefna að í Noregi er lagður 50% sérstakur kolvetnisskattur ofan á almennan fyrirtækjaskatt þessara fyrirtækja. Skatthlutfall er stighækkandi og hækkar með auknum hagnaði, þ.e. árlegum heildarhagnaði skattskylds aðila. Skatthlutfallið er margfeldi af hagnaðar-hlutfalli og hlutfallstölunni 0,45.

Hagnaðarhlutfallið er hlutfall skattstofns sérstaks kolvetnisskatts af heildartekjum viðkomandi skattaðila. Í eftirfarandi töflu má sjá hvernig skatthlutfallið er reiknað:

5    10    20    30    40    50    60    70    80    90
2,3   5     9     14    18    23    27    32    36    41

Auk þess eru eftirfarandi umsóknar- og leyfisgjöld:

kr. 150.000 umsóknargjald

Fyrir leyfi til leitar að kolvetni með rannsóknir og vinnslu að markmiði, skal greiða kr. 600.000              

Fyrir leyfi til rannsókna kolvetnis skal greiða kr. 850.000   Fyrir leyfi til vinnslu kolvetnis skal greiða kr. 1.350.000

Handhafi leitarleyfis skal greiða árgjald að fjárhæð kr. 500.000 til að standa straum af kostnaði við eftirlit o.fl. og skal handhafi rannsóknar- og vinnsluleyfis  greiða sambærilegt  árgjald að fjárhæð kr. 1.000.000

Skattaívilnanir

Síðustu ár hafa verið í gildi tvenn lög sem hafa verið sett til stuðnings nýrrar starfsemi á Íslandi. Annars vegar var um að ræða lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestingar á Íslandi. Þau lög féllu úr gildi um áramótin 2013/2014 en búið er að mæla fyrir frumvarpi sama efnis. Helsti munurinn á nýja frumvarpinu og eldri lögum er sá að felldar eru niður ívilnanir í formi undanþága frá stimpilgjöldum, iðnaðarmálagjaldi og raföryggisgjaldi. Í stað þess er lagt til að tekjuskattshlutfall viðkomandi fyrirtækja verði 15% á gildistíma samningsins, sem að hámarki getur verið 13 ár. Markmið nýja frumvarpsins er eftir sem áður:

  • Að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri
  • Að efla samkeppnishæfni Íslands
  • Að efla byggðaþróun

Hins vegar eru í gildi lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, en markmið þeirra er:

Að efla rannsóknir og þróunarstarf          
Að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni

Ívilnun til fyrirtækja samkvæmt framansögðu getur verið í formi beins fjárstuðnings, frávika frá sköttum, skattafrádráttar eða annars konar ívilnanir.

Líkur eru fyrir því að umrædd starfsemi gæti nýtt sér ívilnunarákvæði framangreindrar laga.

Nánari upplýsingar veita:

Hólmgrímur Bjarnason

Hólmgrímur Bjarnason

Meðeigandi Deloitte, endurskoðandi

Hólmgrímur er löggiltur endurskoðandi og einn af meðeigendum hjá Deloitte ehf. Hólmgrímur stýrir útibúi Deloitte á Norðurlandi og er staðsettur á Akureyri. Hólmgrímur hefur víðtæka þekkingu og reynslu... Meira