Lausnir

Sveitarfélög og virðisaukaskattur

Þjónusta fyrir sveitarfélög og opinbera aðila

Virðisaukaskattur snertir mörg svið í rekstri sveitarfélaga og opinberra aðila. Skatta- og lögfræðisvið Deloitte hefur víðtæka þekkingu og reynslu af virðisaukaskattsmálum sem tengjast sveitarfélögum og opinberum aðilum.

Sérhæfð þjónusta til sveitarfélaga

Sem dæmi um svið í rekstri sveitarfélaga og opinberra aðila sem virðisaukaskattur snertir má nefna:

  • Virðisaukaskatt af fasteignum, rekstri þeirra, viðhaldi og útleigu (sbr. t.d. nýlegar breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem heimila sveitarfélögum endurgreiðslu á virðisaukaskatti af endurbótum og viðhaldi á húsnæði).
  • Virðisaukaskatt í starfsemi mötuneyta ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra.
  • Sölu sveitarfélaga og opinberra aðila á skattskyldri vöru og þjónustu.
  • Endurgreiðslur til opinberra aðila vegna kaupa á tiltekinni þjónustu, s.s. sorphreinsun, ræstingu, snjómokstri, svo og þjónustu sérfræðinga eins og verkfræðinga, lögfræðinga og endurskoðenda.
  • Virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila til eigin nota sem rekin er í samkeppni við atvinnufyrirtæki.

Úttektir á virðisaukaskatti

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte býður upp á þjónustu við úttektir á virðisaukaskattsmálum sveitarfélaga og opinberra aðila.

Markmið slíkra úttekta er að tryggja að skil á virðisaukaskatti séu í samræmi við lög en jafnframt að sveitarfélög og opinberir aðilar njóti allra þeirra réttinda sem þeim eru tryggð í lögum og reglugerðum um virðisaukaskatt.

Í úttekt á virðisaukaskattsmálum væri unnt að kanna stöðuna á virðisaukaskattsmálum í heild eða taka afmarkaða þætti til nákvæmari skoðunar.

Þá væri einnig unnt að veita starfsmönnum hagnýta aðstoð í virðisaukaskattsmálum, t.d. við að móta verkferla, gera skil á virðisaukaskatti, sækja um endurgreiðslur og svara þeim álitamálum sem upp koma í úttektinni.

Víðtæk þekking og reynsla í skattaráðgjöf hjá Deloitte

Endurgreiðsla virðisaukaskatts

Að fenginni reynslu starfsmanna skatta og lögfræðisviðs Deloitte er úrbóta oft þörf við meðferð virðisaukaskatts af fasteignum, starfsmannamötuneytum og eigin þjónustu sveitarfélaga. Mikilvægt er að sveitarfélög og opinberir aðilar uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögum en fái jafnframt réttar endurgreiðslur á virðisaukaskatti. 

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte er reiðubúið að veita trausta og hagnýta ráðgjöf með hag sveitarfélaga og opinberra aðila að leiðarljósi.

Traust og hagnýt ráðgjöf

Skatta- og lögfræðisvið Deloitte

Starfsmenn skatta- og lögfræðisviðs Deloitte hafa víðtæka reynslu af öllum þeim sviðum virðisaukaskatts sem snerta rekstur sveitarfélaga og opinberra aðila og áralanga reynslu af samskiptum við skattyfirvöld. 

Það er afar mikilvægt að sveitarfélög og opinberir aðilar gaumgæfi virðisaukaskattsmál sín reglulega því örar breytingar hafa orðið að undanförnu á virðisaukaskattslögum og þeim fjöldamörgu reglugerðum sem fjalla um virðisaukaskatt.

Starfsmenn skatta- og lögfræðisviðs Deloitte bjóða fram krafta sína og sérþekkingu til að tryggja rétta meðhöndlun virðisaukaskatts og réttar endurgreiðslur.

Virðisaukaskattur snertir mörg svið í rekstri sveitarfélaga og opinberra aðila. Skatta- og lögfræðisvið Deloitte hefur víðtæka þekkingu og reynslu af virðisaukaskattsmálum sem tengjast sveitarfélögum og opinberum aðilum.

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur I. Birgisson

Haraldur I. Birgisson

Forstöðumaður Viðskipta-og markaðstengsla

Haraldur I. Birgisson er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hóf störf hjá Deloitte í byrjun árs 2014. Hann er einn af meðeigendum Deloitte og er forstöðumaður Viðskipta- og markaðstengsla ásam... Meira