Þjónusta

Virðisaukaskattur

Óbeinir skattar

Að mörgu er að huga þegar kemur að því að standa skil á virðisaukaskatti og mikilvægt að öllum lög og reglum sé fylgt. Í síbreytilegu lagaumhverfi og með aukinni alþjóðavæðingu, hjálpum við stjórnendum fyrirtækja og einstaklingum í rekstri að skipuleggja og haga málum er varða virðisaukaskatt á þann hátt að líkur á ágreiningi við skattyfirvöld séu lágmarkaðar, en það gerum við með heildstæðri ráðgjöf og samvinnu við önnur aðildarfélög Deloitte víðsvegar um heim.

Sérþekking Deloitte felst m.a. í eftirfarandi:

 • Aðstoð vegna skila á virðisaukaskatti og umsóknir um endurgreiðslur.
 • Ráðgjöf um virðisaukaksatt í upphafi rekstrar.
 • Úttektir á skattamálum til að tryggja að skil á virðisaukaskatti séu í samræmi við lög.
 • Greining á virðiskeðjum og mótun verkferla á sviði virðisaukaskatts.
 • Samskipti við skattyfirvöld vegna virðisaukaskatts.
 • Umboðsmennska í virðisaukaskatti fyrir erlenda aðila sem veita þjónustu eða selja vöru á Íslandi.
 • Ráðgjöf vegna nýlegra lagabreytinga.
   

Dæmi um áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir:

 • Teljast vörur og/eða þjónusta fyrirtækis virðisaukaskattskyld.
 • Fyrirtæki fellur undir undanþáguákvæði laga um virðisaukaskatt.
 • Starfsemi felur í sér byggingu eða útleigu fasteigna.
 • Erlent fyrirtæki sem á rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts hér á landi.
 • Erlent fyrirtæki hefur starfsemi hér á landi sem er hluti erlends rekstrar.
 • Fyrirtæki kaupir þjónustu erlendis frá, sem er skattskyld hér á landi.

Víðtæk þekking og reynsla í skattaráðgjöf hjá Deloitte

Nánari upplýsingar veita:

Bjarni Þór Bjarnason

Bjarni Þór Bjarnason

Meðeigandi, sviðsstjóri Skatta- og lögfræðisviðs

Bjarni Þór Bjarnason er sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs og einn af meðeigendum Deloitte. Bjarni hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði skatta- og félagaréttar. ... Meira

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Jörundur Hartmann Þórarinsson

Liðsstjóri, Endurskoðun og reikningsskil

Jörundur er viðskiptafræðingur og með MS í skattarétti. Jörundur er liðsstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte og hefur sérhæft sig í skattamálum erlendra starfsmanna er koma til landsins.... Meira