Faglegt efni

Tækni, fjölmiðlar og fjarskipti

Technology, Media & Telecommunication

Tæknifyrirtæki, fjölmiðlar og fjarskiptafyrirtæki starfa í síbreytilegu innra og ytra umhverfi. Við hjá Deloitte erum meðvituð um þessa sérstöðu fyrirtækja í þessari atvinnugrein og leggjum áherslu á að fylgjast vel með þessum breytingum og aðlaga þjónustu okkar að þeim til að hámarka virði hennar fyrir viðskiptavini okkar.

Tækni / Technology

Tæknifyrirtæki eru m.a. þau sem veita þjónustu og sölu á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar, t.d. söluaðilar ýmissa tæknibúnaðar, fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þjónustuaðilar við hugbúnað, auk aðila sem sjá um innleiðingu hugbúnaðarkerfa.  Í þessum hópi eru mörg af áhugaverðustu sprotafyrirtækjum Íslands í dag. 

Þjónustulínur:

 • Endurskoðun og reikningsskil
 • Aðstoð við styrkjaundirbúning og umsóknir
 • Úttektir á samningum
 • Skattaráðgjöf, þ.m.t. vegna alþjóðlegrar sölu
 • Öryggisúttektir og innbrotsprófanir á hugbúnaði og öðrum kerfum
 • Aðstoð við innleiðingu á stjórnkerfum upplýsingaöryggis

Fjölmiðlar / Media

Fjölmiðlar af ýmsum gerðum hafa verið að breytast og þróast í takt við nýja tækni og kröfur neytenda.  Auk þess að þurfa að uppfylla væntingar neytenda um betri þjónustu, meiri gæði og fjölbreyttara úrvali efnis eru höfundarréttarhafar sífellt að gera ríkari kröfur til fyrirtækja í þessum geira til verndar höfundarréttarvarins efnis og að framfylgja sífellt flóknari skilmálum um sýningarrétt.

Þjónustulínur:

 • Endurskoðun og reikningsskil, oft eru aðstæður fyrirtækja í þessum geira óhefðbundnar sem kallar á sérþekkingu, m.a. á sviði sýningarréttar, sem getur haft veruleg áhrif á reikningsskil.
 • Öryggisúttektir og innbrotsprófanir á t.d. sýningarkerfi
 • Aðstoð við innleiðingu á stjórnkerfum upplýsingaöryggis

 

Fjarskipti / Telecommunication

Fjarskiptafyrirtæki eru m.a. farsímaþjónustur, Internetþjónustur og mörg önnur fyrirtæki sem eiga og reka mikilvæga samskiptainnviði samfélagsins. Mörg hver starfa þessi fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi, t.d. vegna reikisamninga milli farsímafélaga.  Margar sértækar áhættur steðja að fyrirtækjum í þessari atvinnugrein, þ.m.t. fjársvikamál með aðstoð farsíma- og IP símstöðva.

Þjónustulínur:

 • Endurskoðun og reikningsskil
 • Öryggisúttektir og innbrotsprófanir á símstöðvar og stýringar
 • Aðstoð við innleiðingu á stjórnkerfum upplýsingaöryggis

 

Meira efni fyrir fyrirtæki í atvinugreinum: tækni, fjölmiðlar og fjarskipti. 

Did you find this useful?