Faglegt efni

TMT Predictions 2021  

Skýrslan kemur nú út í 20. sinn  

Skýjalausnir, 5G og rafrænar læknisheimsóknir eru meðal þess efnis sem fjallað er um í nýrri skýrslu Deloitte TMT Predictions 2021.

Það er ekki hægt að tala um árið 2021 án þess að minnast á COVID-19. Við bindum þó vonir við að á þessu nýja ári verðum við nær endalokum heimsfaraldursins, frekar en upphafi hans. Fregnir af bóluefni lofa góðu og vonandi finnum við okkar nýja „norm“ sem allra fyrst. 

Innan tækni, fjölmiðla og fjarskipta (e. technology, media, and telecommunication (TMT)) hefur gjarnan verið sagt að vegna heimsfaraldursins hafi breytingum næstu fimm ára verið hrint af stað á fimm mánuðum. Faraldurinn hefur verið hvati - óvelkominn reyndar, en hvati engu að síður - fyrir nauðsynlegar breytingar innan þessa atvinnugeira.

Í skýrslu Deloitte TMT Predictions 2021 eru tekin fyrir níu umfjöllunarefni og rýnt í núverandi stöðu þeirra og spáð fyrir um horfur næsta árs. Hér að neðan eru fimm þessara kafla teknir fyrir sérstaklega.

Umfjöllunarefnin níu í TMT Predictions 2021 eru:

  1. Jaðartölvun
    Gaining an intelligent edge: Edge computing and intelligence could propel tech and telecom growth 
  2. Skýjalausnir
    The cloud migration forecast: Cloudy with a chance of clouds 
  3. 5G er ekki skaðlegt heilsu
    5G is not hazardous to your health: Busting the radiation risk myth 
  4. Næsta kynslóð RAN
    The next-generation radio access network: Open and virtualized RANs are the future of mobile networks 
  5. Íþróttir kvenna
    Women’s sports gets down to business: On track for rising monetization 
  6. Viðskipti tengd íþróttum
    The hyperquantified athlete: Technology, measurement, and the business of sports 
  7. Nýársheiti sjónvarpsins
    TV’s New Year’s resolution: The start of the 8K wave 
  8. Stafrænnn raunveruleiki
    From virtual to reality: Digital reality headsets in enterprise and education 
  9. Rafrænar læknisheimsóknir
    Video visits go viral: COVID-19 sparks new interest in video doctor’s visits 

TMT Predictions 2021

Lesa

Jaðartölvun

Gaining an intelligent edge: Computing and intelligence could propel tech and telecom growth

Jaðartölvun er afurð áratuga þróunar vélbúnaðar, sjálfvirknivæðingar og samtengingar íhluta. Þessi tækni hefur þróast frá því að vera summa íhluta í klasa af tæknilegri getu sem er farin að breyta rekstrarumhverfi margra af stærri tækni- og fjarskiptafélaga heims.

Aðilum greinir á um raunverulega markaðsstærð fyrir jaðartölvun, en Deloitte spáir því að á næsta ári verði markaðurinn fyrir slíka þjónustu orðinn að 12 milljarða USD markaði með árlegum vexti upp á c.a 35%. Framþróun eftirspurnar verður fyrst og fremst drifin áfram af fjarskiptafélögum í tengslum við útbreiðslu á 5G tækninni, sem og skýjaþjónustuaðilum sem leita leiða til að ná fram aukinni hagkvæmni í uppbyggingu og þjónustuframboði.

Deloitte spáir því að árið 2023 muni um 70% stærri fyrirtækja nýta sér að einhverju leyti jaðartækni fyrir úrvinnslu gagna. Einn framleiðandi í skjákortageiranum lét þau orð falla að framundan væri tímabil þar sem við sköpum internet sem er mörg þúsund sinnum stærra að umfangi og getu en það internet sem við þekkjum í dag.

Allir aðilar sem tengjast hagkerfi jaðartækninnar eiga mikilla hagsmuna að gæta í velgengi þess, sem og næstu kynslóðar umhverfa sem blanda saman í sinni högun hefðbundinni skýjaþjónustu og jaðartölvun (e. cloud to edge computing). Helstu hagaðilar eru fjarskiptafyrirtæki, skýjaþjónustuaðilar, efnisveitur með dreifða uppbyggingu (CDN's) og þjónustuaðilar í upplýsingatækni.

Markaðurinn fyrir þessa þjónustu er ungur og í hraðri þróun, en byggir þó á langri þróun vélbúnaðar, netbúnaðar, eftirlitskerfa og sjálfvirknivæðingar hjá aðilum er veita skýjaþjónustu/hýsingu.

Með aukinni eftirspurn eftir stafrænni þróun, öflugri nettengingum og greiningu gagna er jaðartölvun nú þegar farin að hafa áhrif á mörg af stærstu hýsingarumhverfum á jörðinni.

Tölur og horfur Deloitte:

  • Markaðurinn fyrir jaðartölvun mun velta um 12 milljarða USD árið 2021
  • 70% fyrirtækja munu a.m.k. færa hluta af sinni gagnavinnslu í
    jaðartækni 2023

Skýjalausnir

The cloud migration forecast: Cloudy with a chance of clouds

Vöxtur skýjalausna hefur aukist gríðarlega hratt síðustu ár. Það hefði ekki komið á óvart að sjá hnignun árið 2020 í ljósi samdráttar í efnahagslífi en svo var ekki. Þess í stað var áframhaldandi vöxtur og eru til mælingar sem sýna að vöxturinn var meiri en árið á undan þegar hann var 31%. Það verður að teljast líklegt að COVID-19, samkomutakmarkanir og fjarvinna séu þar helsti drifkrafturinn.

Tölur og horfur Deloitte:

  • Tekjuvöxtur árin 2021 til og með 2025 verður á pari við það sem var árið 2019

Sökum COVID-19 vex notkun fyrirtækja á skýjalausnum hröðum skrefum og því allar líkur á að slík þjónusta komi út úr heimsfaraldrinum sterkari en nokkru sinni fyrr.

5G er ekki skaðlegt heilsu

5G is not hazardous to your health: Busting the radiation risk myth 

Með aukinni útbreiðslu 5G eykst umræðan um möguleg áhrif tækninnar á heilsu fólks. Halda þeir sömu því fram að rafsegulgeislun 5G senda geti valdið krabbameini eða veikt ónæmiskerfið svo líkur á COVID-19 smiti aukist.

Tekið skal fram að ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif af geislun rafsegulsviða.

Tölur og horfur Deloitte:

  • Það verður að teljast ólíklegt að 5G muni valda heilsuskaða hjá einhverjum árið 2021 
  • Könnun framkvæmd af Deloitte í maí 2020 sýndi að 1/5 hluti fullorðinna í 6 af þeim 14 löndum þar sem könnunin var framkvæmd, voru sammála þeirri fullyrðingu að 5G væri ógn við heilsu manna
  • Um 1% heimsbúa munu sannfærð um skaðsemi 5G

Það er ef til vill ekki hægt að sannfæra alla um skaðleysi 5G og líklegt að alltaf verði til sá hópur sem heldur uppi ósönnuðum fullyrðingum um skaðssemi 5G tækninnar. 

Áskorun næsta árs verður að halda uppi fræðslu um 5G og verður sú fræðsla að vera sannfærandi og byrja strax í dag.

Stafrænn raunveruleiki

From virtual to reality: Digital reality headsets in enterprise and education 

Hvernig getur fyrirtæki þjálfað starfsmenn og aukið færni þeirra þegar heimsfaraldurinn gerir okkur ómögulegt að hittast í persónu? Ein leið er að nota sýndarveruleika (Virtual Reality), gagnaukinn veruleika (Augmented Reality) og blandaðan veruleika (Mixed Reality) til að herma eftir starfsumhverfinu eins og við þekktum það fyrir COVID-19.

Tölur og horfur Deloitte:

  • Sala á höfuð-/heyrnatólum fyrir VR, AR og MR mun aukast um 100% árið 2021 frá árinu 2019

Þrátt fyrir aukningu í sölu skal hafa í huga að þessi hluti mun að öllum líkindum vera áfram aðeins brotabrot af heildarsölu stafrænna lausna. 

Rafrænar læknisheimsóknir

Video visits go viral: COVID-19 sparks new interest in video doctor’s visits 

Læknisheimsóknir voru meðal þess sem færðist yfir á netið og í rafrænt form í heimsfaraldrinum. Það olli ugg hjá mörgum enda nær óskiljanlegt hvernig læknir getur mælt blóðþrýsting eða rýnt í mögulega heilsubresti í gegnum fjarfundarbúnað.

Annað kom þó í ljós og eru margir, bæði sjúklingar og læknar, sem sjá fyrir sér að haga heimsóknum áfram með þessum hætti.

Tölur og horfur Deloitte:

  • Hlutfall rafrænna læknistíma mun aukast í 5% árið 2021, samanborið við aðeins 1% árið 2019
  • 5% af áætluðum fjölda árlegra læknistíma eru um 400 milljónir tímar
  • Markaður fyrir fjarheilsugæslu mun velta um 8 milljónum USD árið 2021

Þrátt fyrir að rafrænir tímar komi ekki að fullu í stað eiginlegar heimsóknar til læknis, telst líklegt að á næstu árum, þar sem því er við komið, verði rafrænir tímar jafn aðgengilegir og algengir og hin hefðbunda ferð til læknis þykir í dag.

TMT Predictions 2021

Did you find this useful?