Faglegt efni

Hvað er Fast 50 og Rising Star?

Allt um Fast 50 og Rising Star

Deloitte hefur markvisst lagt lóð sín á vogarskálar nýsköpunar um allan heim, undanfarin 20 ár. Sérstök áhersla hefur verið lögð á tæknifyrirtæki, ekki síst vegna þess hversu hratt slík fyrirtæki geta vaxið, jafnvel þvert á landamæri. Tæknifyrirtæki gegna sífellt stærra hlutverk í bættum lífskjörum og almennri framþróun.

Fast 50

Fast 50 er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að skapa íslenskum tæknifyrirtækjum vettvang til að vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um heiminn á vexti og vaxtarmöguleikum sínum.           

Sjá nánar hér neðar. 

Rising Star

Rising Star er hluti af Fast 50 verkefninu. Þar gefst íslenskum frumkvöðlum og sprotum í tæknitengdum greinum einstakt tækifæri til halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sinni og vekja athygli innlendra sem og erlendra fjárfesta á hugviti sínu og þróun.  

Sjá nánar hér neðar.

Fast 50 - Tækifæri til að vekja athygli um allan heim

Í stuttu máli felur átakið í sér árlega útgáfu lista yfir þau 50 tæknifyrirtæki sem vaxið hafa mest m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili. Útgáfa listans mun fara fram í nóvember ár hvert á sérstökum viðburði hjá Deloitte á Íslandi - sem við kjósum að kalla uppskeruhátíð tæknigeirans - að viðstöddum fjölda aðila sem geta aðstoðað tæknifyrirtæki með einum eða öðrum hætti að ná markmiðum sínum.

Þar sem sama átak er keyrt af aðildarfyrirtækjum Deloitte í hátt í 30 löndum, m.a. Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Bretlandi, Indlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada, þá hafa þátttakendur jafnframt tök á að vekja athygli út fyrir landsteinana, bera árangur sinn saman við sambærileg fyrirtæki í þeim löndum og komast í tengsl við þau fyrirtæki s.s. til að skoða möguleika á samstarfi.

Að auki eru allir þátttakendur í átakinu hérlendis gjaldgengir á sameiginlegan EMEA Fast 500 lista sem tekur til Evrópu, Mið-austurlanda og Afríku. Sá listi er gefinn út í nóvember ár hvert og fær iðulega mikla athygli alþjóðlegra fjárfestingarsjóða og annarra fjárfesta. 

Margvíslegur ábati af þátttöku

 • Tækifæri til að vekja athygli innlendra aðila á fyrirtækinu og afurðum þess, s.s. fjölmiðla, viðskiptavina, birgja, fjárfesta og annarra hagsmunaaðila.
 • Allir þátttakendur hafa tök á að koma sér á kortið erlendis í gegnum EMEA Fast 500 listann, ef þeir uppfylla öll skilyrði.
 • Aukinn sýnileiki getur bæði styrkt vörumerki fyrirtækisins og skapað verðmæt tengsl, en reynslan erlendis er sú að fjárfestar og stærri tæknifyrirtæki fylgjast náið með listunum.
 • Vera fyrirmynd annarrar tæknifyrirtækja hérlendis og jafnvel erlendis sem eru að slíta barnsskónum á sömu mörkuðum og í leit að þekkingu og tengslum þeirra sem á undan hafa farið.
 • Þá fær það fyrirtæki sem er í 1. sæti listans tækifæri til að tengjast með beinum hætti nýsköpunarteymum Deloitte í þeim löndum sem fyrirtækið hefur áhuga á. 

Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu

Undanfarin ár hafa aðildarfyrirtæki Deloitte verið að samræma Fast 50 þátttökuskilyrðin og er nú miðað við fjögur einföld skilyrði. Til að geta tekið þátt þurfa fyrirtækin að vera:

-  skráð og stjórnað á Íslandi

-  eiga og þróa sínar eigin tæknilausnir

-  a.m.k. 4 ára eða eldri, þ.e. stofnað í síðasta lagi árið 2013

-  með sem samsvarar 50 þúsund evrur í veltu á grunnárinu (2013) eða um 6 mkr. og 800 þúsund evrur í veltu á    fjórða  árinu (2016) eða um 95 mkr.

Á vefsíðu Deloitte er að finna einfalt skráningareyðublað sem fylla þarf út og veita samhliða upplýsingar sem sýna að þessi skilyrði séu uppfyllt. Rétt er að nefna að farið verður með allar fjárhagsupplýsingar sem trúnaðarmál og því eru veltutölur fyrirtækja ekki birtar samhliða listanum heldur aðeins hlutfallsleg veltuaukning á umræddu fjögurra ára tímabili.

Skráning stendur yfir til 9. október 2017.  

Úrslit ráðast á Fast 50 & Rising Star viðburðinum sem haldinn verður 9. nóvember 2017

Það er ekki skilyrði að vera viðskiptavinur hjá Deloitte til að taka þátt !

Nánar um þátttökuskilyrðin

 • Tegundir fyrirtækja: Fast 50 verkefnið tekur til tæknifyrirtækja, en stuðst er víðtæka skilgreiningu á því hugtaki. Er þar vísað til fyrirtækja í eftirfarandi flokkum: Software, Digital Content, Internet and Electronic Networks, Electronic Devices, Theraputics, Medical Devices og Energy.
 • Skráð og stjórnað á Íslandi: Tekur ekki til útibúa né dótturfélaga erlendra fyrirtækja hérlendis nema hið erlenda félagið hafi upphaflega verið stofnað hérlendis eða meirihluti stjórnenda þess séu Íslendingar.
 • Eiga og þróa eigin tæknilausnir: Fyrirtækið verður að eiga tækni (e. own proprietary intellectual property or proprietary technology) og sala á þeirri tækni í formi vara eða þjónustu verður að vera uppspretta meirihluta tekna fyrirtækisins.
 • Veltuviðmið: Styrkir og eignfærðar eigin vörur (e. capitalized own products) eru ekki tekin með við útreikning á veltu fyrirtækja

Gagnlegar slóðir og ítarefni:

www.fast50.is  - Allt um viðburðinn 

Vinningshafar 2016 í Fast 50  ( á ensku) 

Allt um EMEA Fast 500 listann ( á ensku) 

 

Rising Star - Vonarstjörnur tæknifyrirtækja

Samhliða Fast 50 átakinu fer fram keppni um vonarstjörnur tæknifyrirtækja (e. Rising Star), í samstarfi við Félag kvenna í atvinnulífinu, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en sú keppni er einnig keyrð af fjölmörgum aðildarfyrirtækjum Deloitte á heimsvísu. Með því er skapaður vettvangur fyrir tæknifyrirtæki sem hvorki hafa náð fjögurra ára aldri né veltu sem samsvarar 800 þúsund evra til að vekja athygli á starfsemi sinni.

Lykiláherslan í þessum hluta átaksins er á vaxtarmöguleika fyrirtækja og gefst 4-6 þátttakendum tækifæri til að kynna sitt fyrirtæki og viðskiptaáætlun þess á Fast 50 & Rising Star viðburðinum 9. nóvember 2017. Eins og með Fast 50 listann þá þurfa þátttakendur að fylla út einfalt skráningareyðublað og láta þar fylgja með kynningu á fyrirtækinu. Sérstök dómnefnd skipuð af fjölbreyttum hópi einstaklinga fer yfir allar umsóknir og velur þau fyrirtæki sem boðið verður að kynna sig á viðburðinum. Þau fyrirtæki sem verða fyrir valinu fá aðstoð og þjálfun á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands til að efla sig og bæta í fjárfestingakynningum, svokölluðu Investors Pitch Boot Camp.  

Umsóknir í þessum hluta eru metnar út frá því:

 • hvort viðkomandi vara eigi erindi á alþjóðlega markaði
 • hversu auðvelt er að skala upp starfsemi fyrirtækisins
 • hversu mikla reynslu og þekkingu stjórnendateymið hefur á viðkomandi sviði
 • hvort áætlanir þess sýni raunhæfan grundvöll umtalsverðra vaxtarmöguleika 

Að loknum kynningum á Fast 50 viðburðinum mun dómnefndin ákveða tvo sigurvegara, eitt fyrirtæki sem er stofnað og/eða stjórnað af karlmönnum og annað fyrirtæki sem er stofnað og/eða stjórnað af kvenmönnum. Með þessu vill Deloitte leggja sitt af mörkum til að jafna og þannig efla hlut beggja kynja í tæknigeiranum á Íslandi.

Umsóknarfrestur er til 19. október 2017. 

Úrslit ráðast á Fast 50 & Rising Star viðburðinum sem haldinn verður 9. nóvember 2017

Fjölbreyttur ávinningur - ekkert þátttökugjald

Ef þið skráið ykkur í Rising Star eigið þið möguleika á að: 

 • funda með innlendum fjárfestum um næstu skref
 • kynna fyrirtækið fyrir erlendum fjárfestum
 • fá aukna umfjöllun um fyrirtækið og efla til muna sýnileika vörumerkja fyrirtækisins
 • skapa verðmæt tengsl þvert á landamæri
 • tengjast nýsköpunarteymum Deloitte á alþjóðavísu
 • vera boðið á Slush-ráðstefnuna í Helsinki í lok nóvember (flug og hótel innifalið). 

Nánar um þátttökuskilyrðin

 • Tegundir fyrirtækja: Íslenskt tæknifyrirtæki, þ.e. sem þróar og nýtir eigin tækni. 
 • Skráð og stjórnað á Íslandi: Tekur ekki til útibúa né dótturfélaga erlendra fyrirtækja hérlendis nema hið erlenda félagið hafi upphaflega verið stofnað hérlendis eða meirihluti stjórnenda þess séu Íslendingar.
 • Eiga og þróa eigin tæknilausnir: Fyrirtækið verður að eiga tækni (e. own proprietary intellectual property or proprietary technology) og sala á þeirri tækni í formi vara eða þjónustu verður að vera uppspretta meirihluta tekna fyrirtækisins.
 • Veltuviðmið árið 2016: Þarf að vera yfir 1,2 mkr (styrkir meðtaldir). 
 • Aldur fyrirtækis: Yngra en 4ra ára (stofnað milli áranna 2013 og 2016). 

Dómnefnd

 • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Bala Kamallakharan, fjárfestir
 • Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
 • Helga Waage, stofnandi og framkvæmdastjóri Mobilitus
 • Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
 • Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 • Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu

Gagnlegar slóðir og ítarefni:

www.fast50.is  - Allt um viðburðinn 

Rising Star application information - in english 

Did you find this useful?