Lausnir

Árangursstjórnun og -mælingar

Enterprise Performance Management

Deloitte býður upp á heildstæða ráðgjöf hvað varðar markmiðssetningu fyrirtækja, árangursmælingar og -stjórnun og uppbyggingu árangursstjórnunarkerfa. Helsti styrkleiki okkar er sú þekking sem liggur í samblandi sérfræðinga á sviði stjórnunar, endurskoðunar, fjármála, tækni og viðurkenndra aðferða við söfnun og meðhöndlun gagna.

Heildstæð ráðgjöf

Markmið okkar er að samþætta stjórnun og bestu nýtingu gagna þannig að stjórnendur hafi ávallt yfirsýn yfir það sem skiptir máli í þeirra rekstri.

Við hjálpum fyrirtækjum að:

·  greina (eða skilgreina ef þörf er á) markmið og stefnu sem liggur til grundvallar mælingum

·  finna og skilgreina vandaða mælikvarða sem styðja við stefnu og markmið

·  byggja upp og viðhalda hugmyndafræði til grundvallar árangursmælingum

·  finna, sækja og meðhöndla nauðsynleg gögn sem nýta má til mælinga og ákvarðanatöku

·  smíða skýrslur og mælaborð til að gera lykil- og aðra mælikvarða sýnilega. 

Did you find this useful?