Faglegt efni

Deloitte + Salesforce

Ráðstefna 29. nóvember 2016 - sjá glærur hér

Lykillinn að varanlegum árangri í síbreytilegu viðskiptaumhverfi nútímans er m.a. fólginn í viðhaldi viðskiptatengsla. Mikilvægt er að samskipti séu markviss því það eykur virði og samleið viðskiptavina, samstarfsaðila og starfsfólks. Þarfir fyrirtækja breytast stöðugt og gögn verða sífellt mikilvægari. Fleiri og fleiri lausnir eru aðgengilegar í „Skýinu“ sem gerir mönnum kleift að nálgast þau t.d. með snjallsímum hvenær sem henta þykir. Æ fleiri fyrirtæki eru að tileinka sér þennan nýja raunveruleika. Þannig ná þau fram hagræðingu og samkeppnisforskoti. Þau fyrirtæki sem ekki gera það, eiga á hættu að dragast aftur úr.

Deloitte og Salesforce standa fyrir morgunverðarfundi, þar sem farið verður yfir allt það nýjasta hjá Salesforce, hvernig Deloitte getur liðsinnt þér og hvernig þitt fyrirtæki getur nýtt sér þessa þjónustu.

Drifkraftur fyrirtækja á stafrænni öld.

Glærur frá fundinum má sjá hér að neðan:

Dagskrá:

8:00 Léttur Morgunverður

8:30 Deloitte býður gesti velkomna - Jón Eyfjörð, Director, Technology, Deloitte Iceland

8:40 Kynning á Deloitte Digital - Johan Markborg, Deloitte Sweden, Partner, Consulting - Technology Implementation

8:55 Salesforce hjá Símanum - Hákon Davíð Halldórsson, Síminn, CRM Program Manager

9:10 Kaffipása (15mín)

9:25 Salesforce - Fredrik Kangas, Regional Vice President Nordics - Commercial Sales & Christian Nyberg, Account Executive, Sweden & Iceland

Salesforce and Einstein

- Samantekt á Dreamforce ráðstefnu Salesforce, árlegur 170 þúsund manna viðburður, farið yfir helstu nýjungar
- Salesforce lausnin - undirstaða velgengni viðskiptavina 

10:25 Fundarlok

Deloitte Digital + Salesforce

Dreamforce 16 Opening Film

Did you find this useful?