Þjónusta

SAP viðskiptahugbúnaður

Enterprise Applications

Deloitte sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, verkefnastjórnun, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði. Hjá félaginu starfar þéttur hópur sérfræðinga sem hefur áratuga reynslu við innleiðingu, rekstur og þjónustu á SAP.

Markmið okkar er að vera leiðandi þegar kemur að SAP ráðgjöf og lausnum með sérstakri áherslu á lausnaframboð S4/HANA, sem er nýjasta útgáfan af SAP kerfinu. Við leitumst við að hámarka virði SAP fjárfestinga viðskiptavina okkar til lengri tíma, og leggjum lykiláherslu á gæði þjónustunnar samkvæmt alþjóðlega vottuðu verklagi Deloitte.

Öflug og persónuleg þjónusta með gríðarsterkt alþjóðlegt bakland.

Deloitte á Íslandi hefur að skipa reynslumiklum ráðgjöfum sem hafa rúmlega 9 ára reynslu í SAP að meðaltali og yfir 15 ára reynslu í upplýsingatækni.

Það sem gerir Deloitte að eftirsóknarverðum samstarfsaðila er firnasterkt alþjóðlegt net sérfræðinga. Hjá Deloitte starfa hátt í 15 þúsund SAP sérfræðingar sem búa yfir mikilli þekkingu á fjölbreyttum SAP umhverfum, frá hefðbundnum rekstri yfir í stefnumótun og tæknilega þróun yfir í S/4 HANA.

Deloitte hefur hjálpað hátt í 100 SAP viðskiptavinum að finna réttu leiðina í þróun yfir í  S/4 HANA. Fleiri tugum innleiðinga er nú þegar lokið og mörg verkefni í undirbúningi og fékk Deloitte í Hollandi nýlega viðurkenningu sem besti SAP innleiðingaraðili fyrir S4/HANA í Evrópu.

Sérstaða Deloitte á Íslandi er að geta boðið upp á  aðgang að þessu feiknalega neti sérfræðinga sem nýtist íslenskum viðskiptavinum á samkeppnishæfu verði.

SAP Global Partner logo

Viðurkenningar Deloitte fyrir framúrskarandi árangur í SAP ráðgjöf, þjónustu og rekstri

Forsniðnar lausnir SAP hjálpa viðskiptavinum að ná árangri

Deloitte hefur fjárfest mikið í þekkingu og þróun á SAP lausnum. Sérlausnir Deloitte á sviði S/4 HANA eru nú hátt í 30 talsins og spanna alla helstu atvinnugeira og sérlausnir í SAP. Hvort sem okkar viðskiptavinir eru að leita að lausnum á sviði lífvísinda eða viðskiptamannatengsla þá er Deloitte sterkur samstarfsaðili.  

SAP ráðgjöf, þjónusta og rekstur

Sérfræðingar Deloitte hafa umfangsmikla reynslu af ráðgjöf við SAP kerfi, hvort sem verkefnið snýr að nýrri innleiðingu eða endurbótum á núverandi högun.

Deloitte er einn reyndasti alþjóðlegi samstarfsaðili SAP þegar kemur að S/4 HANA. Mikið af okkar tíma fer í ráðgjöf til viðskiptavina um möguleg skref í þróun núverandi SAP kerfa í átt að S/4 HANA. Það er mikilvægt að þessi skref í átt til einföldunar séu upplýst og tekin af festu með samstarfsaðila sem þekkir af reynslu hvernig þessum málum er best háttað. Á þessu sviði er Deloitte með mikla reynslu á alþjóðavísu sem nú býðst íslenskum viðskiptavinum SAP. 

SAP Pinnacle Award logo

Deloitte er leiðandi í SAP þjónustu

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Stefán Guðmundsson

Davíð Stefán Guðmundsson

Meðeigandi Deloitte og yfirmaður UT

Davíð Stefán er meðeigandi Deloitte ehf. og yfirmaður hjá Upplýsingatækniráðgjöf Deloitte.... Meira