Faglegt efni

Þér er boðið á Fast 50 viðburðinn

Uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans

Fast 50 verkefnið er nú haldið í fyrsta skipti á Íslandi og viðtökurnar hafa verið vonum framar. Fyrir það viljum við einfaldlega segja TAKK.

Skráning á fast50@deloitte.is

Föstudaginn 23. október nk. frá kl. 17.30-19.00 í Deloitte Turninum í Kópavogi verður Fast 50 listinn birtur og nokkrir Rising Star þáttakendur kynna vaxtarmöguleika sína. Við viljum endilega að þú fagnir þar með okkur á uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans.

Það fyrirtæki sem raðar sér efst á Fast 50 listann og tveir Rising Star sigurvegarar fá að launum ferð eins fulltrúa til Dallas til fundar með fjárfestum á Entrepreneur Summit þann 5. nóvember 2015. Því til viðbótar munu bandarísku fjárfestingarsjóðirnir TA Associates og ABRY Partners velja tvo þátttakendur til að funda með sér í kjölfar Fast 50 viðburðarins.

Skráning fer fram á fast50@deloitte.is - enginn aðgangseyrir og léttar veitingar verða í boði.

Did you find this useful?