Faglegt efni

Þér er boðið á Fast 50 viðburðinn

Uppskeruhátíð íslenska tæknigeirans 16. nóvember kl. 17.30

Sex sprota- og tæknifyrirtæki hafa verið valin til að taka þátt í alþjóðlegu keppninni Rising Star sem Deloitte í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Félag kvenna í atvinnulífinu, Íslandsbanka og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir hér á landi. Fyrirtækin eru Ankra, Crankwheel, Florealis, Guide to Iceland, Karolina Fund og Tagplay.

Skráning á fast50@deloitte.is

Fjöldi skráninga barst í keppnina og hefur dómnefnd valið fyrrnefnd sex fyrirtæki til að kynna starfsemi sína á sérstökum viðburði miðvikudaginn 16. nóvember á 20. hæð í Turninum í Kópavogi. Að kynningum loknum velur dómnefndin tvö fyrirtæki sem sigra og fá að launum ferð á Slush fjárfestaráðstefnu í Helskinki sem fram fer 29. nóvember til 1. desember næstkomandi auk 600 þúsund króna verðlauna frá Íslandsbanka. Sigurvegurunum stendur einnig til boða að funda með innlendum fjárfestingarsjóðum til að ræða mögulegar fjárfestingar.

Á viðburðinum verður einnig birtur Fast 50 listinn þar sem tiltekin eru þau tæknifyrirtæki sem hafa vaxið hvað hraðast hér á landi. Fulltrúa þess fyrirtækis sem verður efst á Fast 50 listanum verður einnig boðið á fjárfestaráðstefnuna í Helsinki.

Þetta er í annað sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi. Þá sóttu um 130 gestir viðburðinn frá fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum.

Skráning fer fram á fast50@deloitte.is - enginn aðgangseyrir og léttar veitingar verða í boði.

Did you find this useful?