Lausnir

Ferlagerð -

Ferlagreining

Hönnun, greining og stjórnun viðskiptaferla skapar nauðsynleg verkfæri til að byggja upp og auka samkeppnishæfni fyrirtækja. Stöðug gæði þjónustunnar verður ekki betri en ferlarnir í starfseminni. Fyrirtæki á samkeppnismarkaði eða félög sem taka gæðamálin hjá sér alvarlega leggja mikla áherslu á þennan þátt starfseminnar.

Viðskiptaferlar

Viðskiptaferill er safn aðgerða, skipt niður á ábyrgðarsvið sem ætlað er að framkalla ákveðna niðurstöðu.  Það felur í sér mikla áherslu á hvernig ákveðin verk eru framkvæmd og skipulögð. Ferli er þannig ákveðin uppröðun athafna sem framkvæmd eru af ákveðnum aðila, á ákveðnum tíma og stað, með upphaf, endi, og skýrt skilgreindu inntaki, niðurstöðu og viðeigandi eftirlitsaðgerðum.

Vel skilgreindir viðskiptaferlar auðvelda aðhald, kostnaðarstýringu og gæðastjórnun svo og straumlínulögun starfseminnar.

Deloitte getur hjálpað þér að hanna, greina og innleiða ferla.

Did you find this useful?