Lausnir

Heildstæð gagnastjórnun

Enterprise Data Management

Aðferðir Deloitte gagnastjórnunar (Enterprise Data Management) hafa hjálpað mörgum af fremstu fyrirtækjum heims við að ná tökum á flæði og stjórnskipulagi gagna. Lykilatriði er að finna og ráðast að rótum vandans sem liggur oft í frumgögnum kerfanna og ferlum þar sem flæði gagna er skilgreint.

Þekking og reynsla

Deloitte býður upp á fjölbreytta þekkingu sem hjálpar fyrirtækjum að þróa og taka í notkun árangursríkar aðferðir til að ná tökum á gagnastjórnun. Við bjóðum upp á:

·  Aðferðir til greiningar á gögnum (profiling)

·  Aðstoð við hreinsun gagna (Data cleansing) og aðferðir til að bæta eftirlit með gæðum gagna (data quality management)

·  Aðstoð við að skilgreina og byggja lýsigögn (metadata) sem styðja við samræmdar gagnaskilgreiningar og -notkun

·  Uppbyggingu á stjórnskipulagi gagna til að tryggja aðhald og eftirlit með framfylgd gagnastaðla og verklagsreglna

·  Aðferðir, þekkingu og tækni til að ná tökum á stofngögnum fyrirtækisins

·  Almennar aðferðir til að tryggja örugga vistun og aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma.

Did you find this useful?