Lausnir

Skjala- og reikningamiðlun

Managed Services

Standardized e-Invoicing & Document Digitization

Reikninga- og innkaupaferli þurfa að tryggja að tekjur og vörur skili sér hratt og örugglega ásamt því að vera skilvirk, gegnsæ og áreiðanleg. Skjala- og reikningamiðlun Deloitte er hugbúnaðarlausn þróuð sérstaklega fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og kemur viðskiptagögnum yfir á staðlað, viðurkennt sniðmát og miðlar til móttakenda. Þetta geta verið reikningar, pantanir og yfirlit eða önnur skjöl sem þarf að miðla með áreiðanlegum og skilvirkum hætti.

Leiðandi í faglegri þjónustu

Deloitte veitir víðtæka og fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði, ásamt verkefnastýringu við innleiðingu á rafrænum skjölum fyrir reikninga- og innkaupaferli fyrirtækja.

  • Aðlögun skjala- og reiknimiðlunar að kerfum og viðskiptaferlum  
  • Rekstur og umsjón með viðeigandi hugbúnaðarkerfum  
  • Þróun og viðhald kerfa  
  • Tengingu við dreifingamiðstöð fyrir rafræn viðskiptaskjöl  
  • Tengingu við prentaðila  
  • Sérhæft þjónustuborð

Deloitte beitir þekkingu, tækni og vönduðum aðferðum sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að einbeita sér að eigin styrkleikum og hámarka árangur í síbreytilegum heimi rafræns viðskiptaumhverfis.

Did you find this useful?