Lausnir
Tæknistefna og högun
Technology Strategy & Architecture (TS&A)
Tæknistefnu og högunarráðgjöf Deloitte á Íslandi ráðleggur stjórnendum upplýsingatæknimála við mótun og framkvæmd upplýsingatæknistefnu og hagnýtingu á notkun upplýsingatækni í rekstri fyrirtækja. Deloitte á Íslandi nýtir alþjóðlega reynslu sérfræðinga Deloitte en saman höfum við viðamikla reynslu af sambærilegum verkefnum meðal annars á Íslandi og verkefni sem unnin hafa verið víðsvegar um heim fyrir fyrirtæki í einka- og opinbera geiranum.
TS&A
Örar breytingar í upplýsingatækni hafa mikil áhrif á starfsemi fyrirtækja og það getur reynst stjórnendum erfitt að tileinka sér nýja tækni, framþróa núverandi upplýsingatækni umhverfi og reka það á sem skilvirkastan og hagkvæmastan máta til að viðskiptaleg markmið fyrirtækisins náist. Deloitte á Íslandi aðstoðar stjórnendur við að móta upplýsingatæknistefnu sem styður við heildarstefnu og markmið fyrirtækisins, innleiða hana inn í starfsemina sem og fylgja henni eftir í framkvæmd.
Upplýsingatæknistefnan er lykilþáttur í starfsemi fyrirtækisins. Hún markar grunn að áætlun um hagnýtingu á upplýsingatækni í rekstri fyrirtækisins. Hún tilgreinir skipulag og stjórnun, hlutverk og ábyrgð, framtíðarsýn og markmið, högun upplýsingatæknikerfa og notendabúnaðar, rekstur, þjónustu- og lausnaframboð og er vegvísir að breytingum.
Deloitte notar sérhannaða og þaulreynda aðferðarfræði í þessari vinnu. Aðferðafræðin miðar að því byggja upp verkfæri stjórnenda sem nýtist síðan fyrir skilvirka stýringu á upplýsingatækni og fjárfestingum henni tengdri.
- Högun upplýsingatækni umhverfis fyrirtækja (e. Enterprise & Solution Architecture)
- Nýsköpun í þjónustu og tæknilausnum (e. Technology Innovation)
- Mótun tæknistefnu (e.Technology Strategy)
- Aukin skilvirkni í rekstri upplýsingatæknikerfa (e. IT Effectiveness)
- Efling innviða (e. Platform Architecture & Infrastructure)
- Mönnun verkefna (e. IT insourcing/outsourcing)
- Sameining/samruni upplýsingatæknideilda (e. IT Mergers & Acquisitions)