Lausnir

Stjórnun og greining gagna

Information Management & Analytics Samkeppnisforskot nútíma fyrirtækja veltur á réttri og vandaðri notkun gagna. Með réttri nýtingu gagna má skapa þær upplýsingar sem nýtast til vandaðrar ákvarðanatöku og skila fyrirtækjum eða stofnunum sterkari samkeppnisstöðu og dýpri þekkingu á eigin rekstri og umhverfi.

Viðskiptagreining (Business Intelligence/Analytics) og vöruhús gagna (Data Warehouse)

Vandaðir stjórnunarhættir krefjast vandaðra upplýsinga. Ráðgjöf og þjónusta Deloitte á sviði viðskiptagreininga og vöruhúsa gagna er hönnuð með þarfir þeirra í huga sem gera kröfu um öruggt aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma sem nota má til að styðja við vandaða ákvarðanatöku.

Við beitum viðurkenndum aðferðum við meðhöndlun og greiningu gagna sem skapar verðmætar upplýsingar úr gögnum frumkerfa sem almennt eru ekki aðgengilegar notendum. Ráðgjöf okkar spannar breitt svið viðskiptagreindar (Business Intelligence) og inniheldur m.a.:

·  Stefnumarkandi ráðgjöf um hönnun og uppbyggingu á vöruhúsum gagna (Data Warehouse)

·  Smíði og rekstur á vöruhúsum gagna, hvort sem er hjá viðskiptavinum eða í útvistun

·  Aðstoð við val og uppbygging á verkfærum viðskiptagreindar (BI tools)

·  Smíði á skýrslum, mælaborðum og flóknum greiningum byggðum á hvers kyns gögnum

Samkeppnisforskot nútíma fyrirtækja liggur í réttri og vandaðri notkun gagna. Deloitte hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að hámarka nýtingu á þessari mikilvægu eign með því að beita þekkingu, tækni og vönduðum aðferðum til árangurs.

Heildstæð gagnastjórnun - Enterprise Data Management

Aðferðir Deloitte gagnastjórnunar (Enterprise Data Management) hefur hjálpað mörgum af fremstu fyrirtækjum heims við að ná tökum á flæði og stjórnskipulagi gagna. Lykilatriði er að finna og ráðast að rótum vandans sem liggur oft í frumgögnum kerfanna og ferlum þar sem flæði gagna er skilgreint.

Deloitte býður upp á fjölbreytta þekkingu sem hjálpar fyrirtækjum að þróa og taka í notkun árangursríkar aðferðir til að ná tökum á gagnastjórnun. Við bjóðum upp á:

·  Aðferðir til greiningar á gögnum (profiling)

·  Aðstoð við hreinsun gagna (Data cleansing) og aðferðir til að bæta eftirlit með gæðum gagna (data quality management)

·  Aðstoð við að skilgreina og byggja lýsigögn (metadata) sem styðja við samræmdar gagnaskilgreiningar og -notkun

·  Uppbyggingu á stjórnskipulagi gagna til að tryggja aðhald og eftirlit með framfylgd gagnastaðla og verklagsreglna

·  Aðferðir, þekkingu og tækni til að ná tökum á stofngögnum fyrirtækisins

·  Almennar aðferðir til að tryggja örugga vistun og aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma.

Árangursstjórnun og -mælingar - Enterprise Performance Management

Deloitte býður upp á heilstæða ráðgjöf hvað varðar markmiðssetningu fyrirtækja, árangursmælingar og -stjórnun og uppbyggingu árangursstjórnunarkerfa. Helsti styrkleiki okkar er sú þekking sem liggur í samblandi sérfræðinga á sviði stjórnunar, endurskoðunar, fjármála, tækni og viðurkenndra aðferða við söfnun og meðhöndlun gagna.

Markmið okkar er að samþætta stjórnun og bestu nýtingu gagna þannig að stjórnendur hafi ávallt yfirsýn yfir það sem skiptir máli í þeirra rekstri.

Við hjálpum fyrirtækjum að:

·  greina (eða skilgreina ef þörf er á) markmið og stefnu sem liggur til grundvallar mælingum

·  finna og skilgreina vandaða mælikvarða sem styðja við stefnu og markmið

·  byggja upp og viðhalda hugmyndafræði til grundvallar árangursmælingum

·  finna, sækja og meðhöndla nauðsynleg gögn sem nýta má til mælinga og ákvarðanatöku

·  smíða skýrslur og mælaborð til að gera lykil- og aðra mælikvarða sýnilega. 

Did you find this useful?