Lausnir

UT Þjónustustýring

og innleiðing ITIL ferla

Með auknu flækjustigi upplýsingatæknideilda er vaxandi áhugi hjá fyrirtækjum um allan heim að gera rekstur tækniumhverfis og tölvudeilda stöðugri og faglegri með því að innleiða vinnulag og ferla sem byggja á viðurkenndu rammaverki og aðferðarfræði sem stýrist af bestu starfsvenjum. Aðaláherslan er lögð á UT þjónustustýringu (IT Service Management) og innleiðingu ITIL ferla (IT Infrastructure Library).

Innleiðing ITIL ferla

Á öllum sviðum atvinnulífsins er aukin áhersla á verðmæti upplýsingatæknikerfa fyrir rekstur fyrirtæka og stofnana. Með því að innleiða gott vinnulag er hægt að auka framleiðni og draga úr rekstrarkostnaði á öllum sviðum rekstursins.

Til þess að ná sem bestum árangri, er lögð áhersla á samspil milli stefnu, stjórnun og kjarnastarfsemi félagsins annars vegar, svo og rekstur upplýsingatæknikerfa hins vegar. Viðeigandi samræming ferla við rekstur UT-kerfa er að verða sífellt mikilvægari til að uppfylla kröfur um afkastamikið tækniumhverfi sem er einnig hagstætt í rekstri.

Deloitte hefur á að skipa færum sérfræðingum sem eru með alþjóðlegar vottanir í innleiðingu á ITIL ferlum og UT þjónustustýringu.

Did you find this useful?