Lausnir

Verkefnastjórn

með viðurkenndum aðferðum

Gott skipulag og vönduð vinnubrögð auka skilvirkni í daglegum störfum. Fagleg vinnubrögð sérfræðinga okkar sem eru með alþjóðlegar vottanir í viðurkenndri aðferðarfræði í verkefnastjórnun (Prince2), skila sér í verkefnum m.a. vegna hæfileika til að taka ákvarðanir, bæta skipulag, gera áætlanir, greina ferla og mæla árangur.

Prince2

PRINCE2 stendur fyrir "PRojects IN Controlled Environments" og er aðferðafræði sem gefin er út af stofnun innan breska ríkisins "Office of Governance Commerce". Aðferðarfræðin sækir uppruna sinn í hugbúnaðarverkefni á vegum breska ríkisins en hefur verið aðlöguð og gerð almenn þannig að henni er hægt að beita á hvers kyns verkefni af öllum stærðum og gerðum.

Aðferðafræðin byggir á reynslu, mistökum og sigrum og er reglulega endurskoðuð af nefnd sem skipuð er af fulltrúum 150 stofnanna og fyrirtækja um gjörvalla Evrópu. Aðferðafræðin er "Public Domain" sem þýðir að hana má nota endurgjaldslaust. Verkefnastjórar geta vottað sig í aðferðafræðinni og eru tvö stig vottunar í boði.  

Sérfræðingar Deloitte hafa vottanir á báðum þessum stigum.

Deloitte getur tekið að sér verkefnastjórnun í stærri sem smærri verkefnum.

Did you find this useful?