Lausnir

Viðskiptagreining og vöruhús gagna

Business Intelligence/Analytics & Data Warehouse

Vandaðir stjórnunarhættir krefjast vandaðra upplýsinga. Ráðgjöf og þjónusta Deloitte á sviði viðskiptagreininga og vöruhúsa gagna er hönnuð með þarfir þeirra í huga sem gera kröfu um öruggt aðgengi að réttum gögnum á réttum tíma sem nota má til að styðja við vandaða ákvarðanatöku.

Leiðandi í faglegri þjónustu

Við beitum viðurkenndum aðferðum við meðhöndlun og greiningu gagna sem skapar verðmætar upplýsingar úr gögnum frumkerfa sem almennt eru ekki aðgengilegar notendum. Ráðgjöf okkar spannar breitt svið viðskiptagreindar (Business Intelligence) og inniheldur m.a.:

·  Stefnumarkandi ráðgjöf um hönnun og uppbyggingu á vöruhúsum gagna (Data Warehouse)

·  Smíði og rekstur á vöruhúsum gagna, hvort sem er hjá viðskiptavinum eða í útvistun

·  Aðstoð við val og uppbygging á verkfærum viðskiptagreindar (BI tools)

·  Smíði á skýrslum, mælaborðum og flóknum greiningum byggðum á hvers kyns gögnum

Samkeppnisforskot nútíma fyrirtækja liggur í réttri og vandaðri notkun gagna. Deloitte hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að hámarka nýtingu á þessari mikilvægu eign með því að beita þekkingu, tækni og vönduðum aðferðum til árangurs.

Did you find this useful?