Þjónusta

Alþjóðlegt bakland

Deloitte

Alþjóðlegt net Deloitte upplýsingatæknisérfræðinga er bakland sem við getum notað til að hjálpa viðskiptavinum að greina og leysa allar hugsanlegar tæknilegar áskoranir.

Markaðsleiðandi

Sem markaðsleiðandi ráðgjafi á sviði þekkingar- og upplýsingatækni bjóðum við aðgang að umfangsmiklu neti sérfræðinga með djúpa tæknilega þekkingu og til að leysa hin flóknustu úrlausnarefni. Þessi áhersla Deloitte hefur skilað sér til viðskiptavina okkar og gert Deloitte að viðurkenndum leiðtoga á markaðinum fyrir ráðgjafaþjónustu á sviði upplýsingatækni.

Upplýsingatæknistefna.

Við hjálpum viðskiptavinum að skilgreina framtíðarsýn fyrir alla stafræna þróun. Upplýsingatæknistefnan getur einnig verið vegvísir að annarri þjónustu sem við getum veitt.

Stafræn markaðsnálgun.

Snýr stefnu í mælanlegan árangur með því að bjóða upp á allt litrófið í upplýsingatækni ráðgjafaþjónustu, allt frá stefnumótun, grunnrekstri, innleiðingu að heilstæðri umsýslu upplýsingatæknimála.

Viðskiptalausnir.

Við hjálpum viðskiptavinum að skilja og eiga samskipti við viðskiptavini sína með því að sjá um innleiðingu og breytingastjórnun á viðskiptakerfum. Við hjálpum okkar viðskiptavinum að setja mælanleg markmið um hvernig auka megi hollustu viðskiptavina.