Þjónusta

Benchmarking

Í þessari samantekt eru kennitölur félaga vegna rekstrareininga bornar saman við kennitölur samanburðarhóps í gagnagrunni Deloitte. Þar eru m.a. helstu kennitölur hundruða fyrirtækja og stofnana. Jafnframt er núverandi skipting kostnaðar borin saman við meðaltöl í kostnaðarskiptingu í sama úrtaki þessara fyrirtækja.

Kostnaður við rekstur og ferla

Benchmarking felst í því að yfirfara drög að kostnaðaráætlun eða raunkostnað er varðar rekstur ákveðinnar einingar í félaginu sem oftast kemur frá deildarstjóra og leggja mat á virði eða nauðsyn fjárfestinga. 

Einnig er kostnaðurinn borinn saman við kennitölur sambærilegra fyrirtækja úr gagnagrunni Deloitte til að veita stjórnendum innsýn í hvort kostnaður þeirra er meiri, álíka eða minni en hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum.

Rekstrakostnaður:

 • sem hlutfall af veltu
 • vegna heildarstarfsmannafjölda
 • pr. starfsmann
 • vegna UT mála
 • vegna útvistunar
 • vegna aðstöðu
 • eftir starfsemi

     - HR kostnaður
     - Kerfisrekstur
     - Notendalausnir
     - Aðkeypt þjónusta
     - Stjórnun
     - Þróun
     - o.fl.

Þannig fæst aukið faglegt mat og frekari stuðningur við ákvörðun um samþykki kostnaðaráætlunar bæði fyrir deildastjóra, fjármálastjóra sem og framkvæmdastjórn.

Deloitte getur aðstoðað við að bera saman kostnað vegna rekstrareininga, deilda eða einstakra ferla.