Lausnir

Deloitte Digital

Um hvað snýst Digitalvæðing?

Eru ekki öll tölvukerfi Digital ? Er þetta enn ein áróðursherferð tölvufólksins sem þarf að fá athygli með reglulegu millibili ? Hver man ekki eftir 2000 vandamálinu, eða Internetbólunni sem sprakk ? Nú er það „Digital“ og „Digitalvæðing“

Deloitte Digital

Internetið er í allra vösum – Við erum sítengd.

Komin er ný kynslóð fólks þar sem síminn og sítenging við internetið er orðin einn mikilvægasti þátturinn í lífi fólks.

Tölvulæsi er orðið eins mikilvægt og almennt læsi var fyrir 2 kynslóðum. Í dag lærir fólk allt aðra tækni í hugbúnaðargerð og nálgast slík verkefni með öðrum hætti en þeir sem skrifuðu þann hugbúnað sem lengst hefur verið við lýði.

Síðast en ekki síst þá eru mörg af stærstu kerfum sem eru í notkun í dag orðin 10 ára eða eldri og þurfa endurnýjunar við. Það nýja hugbúnaðarfólk sem kemur út á markaðinn kann ekki eða vill helst ekki vinna í slíku umhverfi. Þess vegna eru nú ákveðin tímamót. Tímamót þar sem skapast ný tækifæri til að hanna vörur og þjónustur með algjörlega nýjum hætti. Þessa umbreytingu eða tækifæri til umbreytingar köllum við „Digitalvæðingu“

Sjáðu endalausa möguleika sem Deloitte Digital býður upp á

Nánari upplýsingar veita:

Guðni B. Guðnason

Guðni B. Guðnason

Yfirmaður upplýsingatækniráðgjafar

Guðni er tölvunarfræðingur frá HÍ og hefur margþætta reynslu af stjórnun upplýsingatæknideilda og uppbyggingu og stjórnun fyrirtækja. Guðni var forstöðumaður upplýsingatæknideildar Landsbankans, deild... Meira

Ævar Einarsson

Ævar Einarsson

Senior Manager / Ráðgjafi

Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í upplýsingatækniráðgjöf Deloitte á Íslandi. Ævar útskrifaðist úr rafiðnaðarskólanum með sérhæfingu í "Rekstri tölvuneta". Ævar hefur nokkrar alþjóðlegar vottanir í ... Meira