Lausnir

SAP

Að ná fullu valdi á hinum fjölmörgu möguleikum sem felast í SAP lausnum er ekki bara spurning um tækni. Það er líka spurning um heildstæða og sjálfbæra viðskiptanálgun. Það gerir enginn betur en Deloitte.

Quality Award Partner of the Year

Þegar það kemur að því að innleiða SAP, er rík þörf fyrir rétt verkfæri, umfangsmikla þekkingu og ekki síst vel prófaða aðferðarfræði sem hefur verið þróuð með reynslu og hefur sannað sig.

Alþjóðlegt bakland Deloitte telur rúmlega 12.000 SAP sérfræðinga í meira en 135 löndum, og við skilum SAP lausnum til okkar viðskiptavina hraðar en nokkur annar þjónustuaðili í heiminum í dag. SAP hefur útnefnt okkur "SAP:  Global Partner — Services" sem er efsta partnergráða sem þeir veita.

Deloitte hefur fengið "SAP® Pinnacle" verðlaun í flokki "Quality Award Partner of the Year" í viðurkenningu á sterkum samstarfi við SAP (NYSE: SAP). SAP Pinnacle verðlaun eru veitt árlega til hæfustu samstarfsaðila sem skarað hafa framúr í þróun og samstarfi við SAP og viðskiptavini þeirra.