two people using smartphone, laptop, tablet

Þjónusta

Technology

Tækniráðgjöf

Sem markaðsleiðandi ráðgjafi á sviði þekkingar- og upplýsingatækni bjóðum við aðgang að umfangsmiklu neti sérfræðinga með djúpa tæknilega þekkingu og til að leysa hin flóknustu úrlausnarefni. Þessi áhersla Deloitte hefur skilað sér til viðskiptavina okkar og gert Deloitte að viðurkenndum leiðtoga á markaðinum fyrir ráðgjafaþjónustu á sviði upplýsingatækni.

Explore Content

Okkar þjónusta:

Rekstraráhætta (e. TS&A)

TS&A hjálpar stjórnendum fyrirtækja við uppbyggingu og framkvæmd tæknistefnu sem gagnast við áætlanagerð fyrir fjárfestingar og markar skýra stefnu um framgang og þróun upplýsingatæknikerfa fyrirtækja.

Upplýsingastýring (e. Information Management and Analytics)

Deloitte aðstoðar stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja til að ná góðri yfirsýn yfir rekstur og lykilmælikvarða með því að breyta gögnum í gagnlegar upplýsingar. Við bjóðum m.a. upp á yfirgripsmikla og heildstæða ráðgjöf og hönnun á gagna- og greiningarumhverfi.

SAP ráðgjöf

Deloitte sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, verkefnastjórnun, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði. Hjá félaginu starfar þéttur hópur sérfræðinga sem hefur áratuga reynslu við innleiðingu, rekstur og þjónustu á SAP.

Hugbúnaðarrekstrarþjónusta (e. Application Managed Services) 

Reikninga- og innkaupaferli þurfa að tryggja að tekjur og vörur skili sér hratt og örugglega ásamt því að vera skilvirk, gegnsæ og áreiðanleg. Deloitte býður upp á víðtæka hugbúnaðarrekstrarþjónustu fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og kemur viðskiptagögnum yfir á staðlað, viðurkennt sniðmát og miðlar til móttakanda.

Sjálfvirknivæddir ferlar (e. Robotics RPA)

RPA er hugbúnaður og sjálfvirkt vinnsluferli sem getur hermt eftir aðgerðum manneskju við tölvuskjá. Hugbúnaðurinn er forritaður til að fylgja fyrirfram ákveðnum reglum og leysir þar með verkefni sem höfðu áður verið unnið af starfsfólki með lyklaborði og mús. Með sjálfvirknivæðingu geta fyrirtæki aukið skilvirkni á oft ódýrari og fljótari máta heldur en með öðrum leiðum.

Salesforce

Deloitte leggur áherslu á að hjálpa viðskiptavinum sínum að takast á við flókin viðfangsefni með Salesforce tækni. Í samvinnu við okkur nýtist umfangsmikil þekking sem við höfum þróað með okkur í samfélags-, farsíma-, skýja og tölvutækni svo og greiningartækni sem við notum til að hjálpa þér að ná til viðskiptavina þinna eftir nýjum leiðum.

Nánari upplýsingar veita:

Jón Eyfjörð Friðriksson

Jón Eyfjörð Friðriksson

Meðeigandi

Jón Eyfjörð er meðeigandi hjá Deloitte og situr hann í stjórn félagsins. ... Meira

Davíð Stefán Guðmundsson

Davíð Stefán Guðmundsson

Meðeigandi, Upplýsingatækniráðgjöf

Davíð Stefán er meðeigandi hjá Deloitte og yfirmaður hjá Upplýsingatækniráðgjöf.... Meira