Tengiliður

Erling Tómasson

Meðeigandi

Erling Tómasson

Smáratorg 3

201 Kópavogur

Ísland

Sjá á korti

Erling er yfirmaður áreiðanleikakanna og einn af meðeigendum Deloitte. Þá er hann einnig leiðtogi SAP-teymisins og fer þar fyrir öflugum hópi ráðgjafa.

Erling starfaði hjá Deloitte frá árinu 2000 til ársins 2012, meðal annars sem yfirmaður áreiðanleikakanna. Frá 2013 til 2020 starfaði hann sem fjármálastjóri hjá tveimur fyrirtækjum í Svíþjóð, þar sem hann stýrði m.a. skráningu annars félagsins á Nasdaq Small Cap markaðinn í Stokkhólmi. Erling gekk svo til liðs við fjármálaráðgjöf Deloitte árið 2020.

Erling er löggiltur endurskoðandi og hefur sérhæft sig í fjármálaráðgjöf til fyrirtækja einkum er varðar áreiðanleikakannanir í tengslum við kaup og sölur fyrirtækja. Erling hefur viðamikla þekkingu af fjármálum fyrirtækja á alþjóðlegum grundvelli, bæði sem ráðgjafi og sem fjármálastjóri.

Erling Tómasson