Faglegt efni

Könnun um stöðu netöryggismála

Tilgangur og verklag

Tilgangur könnunarinnar er að:

  • Stuðla að aukinni vitund um stöðu netöryggismála hjá stærstu fyrirtækjum á Íslandi. 
  • Bera saman meðaltalsstöðu netöryggismála hjá fyrirtækjum á Íslandi og í Danmörku þar sem gerð var sambærileg könnun.


Þýði könnunar:

Þýði könnunar er 200 stærstu fyrirtæki á Íslandi miðað við veltu samkvæmt bókinni 300 stærstu sem gefin var út af Frjálsri Verslun. Viðtakendur könnunarinnar eru viðeigandi starfsmenn hvers fyrirtækis með tilliti til efnis könnunarinnar.  


Öryggisþættir könnunar:

  • Sendur var tölvupóstur með einskiptis vefslóð á einn tengilið hjá hverju fyrirtæki. Vefslóðin hættir að virka eftir að svar hefur verið sent og því er ekki hægt að skoða svör á vefslóðinni. 
  • Tyggt er að í gagnagrunni könnunarkerfisins, er ekki hægt að tengja einskiptis vefslóð sem send var í tölvupósti við einstök netföng eða lén þeirra sem hafa svarað könnuninni. 
  • Hvorki rekstraraðili né notendur könnunarkerfisins, hafa aðgang að upplýsingum um InviteKey og tímastimpil innsendingar svara. 
  • Upplýsingar um þátttakendur í könnun þessari eru dulritaðar í grunni sem er hýstur hjá skýjaþjónustu Azure (Microsoft) á Írlandi.

 

Hægt er að senda frekari fyrirspurnir varðandi könnun þessa og framkvæmd hennar á netvarnir@deloitte.is
 
Did you find this useful?