Um okkur
30 ára afmæli Deloitte á Íslandi
Við höfum haft þýðingarmikil áhrif síðan 1994
Þann 15. mars 2024 fagnaði Deloitte á Íslandi 30 ára afmæli en það var þennan dag árið 1994 að félagið varð fullgildur aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu International.
Með því að gerast hluti af Deloitte var sýnd ákveðin framsýni og kjarkur. Við fórum úr því að vera lítil 27 manna skrifstofa yfir í að vera hluti af stóru alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki sem í dag er leiðandi á heimsvísu. Í dag erum við með um 360 sérfræðinga á starfsstöðum okkar á Íslandi og með um 460.000 sérfræðinga um allan heim.
Á þessum 30 árum höfum við náð að aðlaga okkur vel að straumum og stefnum sem einkenna íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og erum við stöðugt að vinna að nýjum, skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum með okkar viðskiptavinum. Ég vil þakka sérstaklega okkar góða viðskiptavinahóp, sem sum hver hafa fylgt okkur frá upphafi, fyrir að bera traust til okkar og halda áfram að leita til okkar eftir ráðgjöf á ýmsum sviðum.
Þá vil ég þakka okkar frábæra starfsfólki fyrir þeirra framlag í gegnum árin, því það er fólkið sem gerir Deloitte að Deloitte. Við höfum sýnt í verki að við viljum hafa þýðingarmikil áhrif á viðskiptavini, hvert annað og samfélagið, starfa af heilindum og vera leiðandi á okkar sviði. Saman höfum við byggt upp vinnuumhverfi þar sem starfsfólki er umhugað um hvert annað, fjölbreytileikanum er fagnað og jafnrétti og jafnræði virt í hvívetna.
Við munum halda áfram að hafa þor til að taka stór skref því þannig lærum við, vöxum og eflumst og sú reynsla mun vera okkur ómetanleg í áframhaldandi ráðgjafahlutverki við íslenskt atvinnulíf.
Meðfylgjandi er myndband sem framleitt var í tilefni dagsins og gefur innsýn í okkar vegferð til þessa.