Faglegt efni

COVID-19

Fyrirtæki þurfa að bregðast við veiruvá  

Mikilvægt er að fyrirtæki takist skipulega á við rekstraráskoranir sem fylgja áhrifum kórónaveirunnar COVID-19 til þess að lágmarka neikvæð rekstraráhrif hennar. Hér að neðan eru 5 lykilaðgerðir sem Deloitte telur að fyrirtæki ættu að huga að.

1. Viðbragðsteymi: Skipa neyðar- og viðbragðsteymi sem hefur ákvörðunarvald

 • Skipa teymi sem hefur tímabundið ákvörðunarvald yfir þáttum sem tengjast útbreiðslu veirunnar og áhrifum hennar á rekstur fyrirtækisins.
 • Setja saman teymi af starfsfólki, þvert á fyrirtækið, sem hefur þekkingu og getu til að taka skjótar ákvarðanir.
 • Teymið byrjar á að ákveða ákvarðanaferla sem unnið er eftir og tímaramma fyrir hvern feril. Þá er hægt að taka allar ákvarðanir fljótt og með skipulögðum, upplýstum og skilvirkum hætti. 

2. Verklag: Tryggja skýrt fyrirkomulag neyðarviðbragða, áætlana og verkaskiptingar

 • Fylgja markvisst leiðbeiningum Embættis landlæknis um sýkingavarnir.
 • Ef aðstæður skapast sem virkja „neyðar-viðbragðsáætlun“ eða „áætlanir um rekstrarsamfellu“ er þeim strax hrint í framkvæmd.
 • Ef viðbragðsáætlun er ekki til staðar er framkvæmt mat á mögulegri áhættu sem snertir starfsfólk, útvistun á þjónustu, stjórnun fyrirtækisins og virðiskeðju.
 • Tryggja að áhættumatið gefi upplýsingar um hvernig bregðast eigi við eftirfarandi þáttum: Öryggi starfsfólks, skrifstofuhúsnæði, framleiðsluáætlunum, innkaupum, framboði og flutningi vara og lausafjárstöðu.
 • Fara yfir stefnu fyrirtækis og ferla í netvörnum til að koma í veg fyrir netárásir eða svik, sem aukast við viðkvæmar aðstæður sem þessar. 

3. Öryggi og heilsa: Tryggja andlega og líkamlega heilsu og öryggi starfsfólks

 • Upplýsa starfsfólk um hvernig á að bregðast við fyrirspurnum viðskiptavina vegna möguleika á breytingum eða rofi á þjónustu.
 • Tryggja sem mesta ró og stöðugleika í starfsemi fyrirtækisins og viðhalda jákvæðu hugarfari starfsfólks til að forðast neikvæða umræðu vegna ófullnægjandi eða ósamræmdrar upplýsingagjafar.
 • Nýta upplýsingakerfi og ferla sem fyrirtæki er vant að nota til upplýsingagjafar til starfsfólks eða gefa út skyndilegar áhættuviðvaranir.
 • Auka sveigjanleika í vinnutíma og vinnumhverfi starfsfólks, meðal annars með því bjóða fólki að vinna einnig heima sé þess kostur. 

4. Virðiskeðjan: Keyra á viðbragðsáætlanir og meta áhættu er snertir alla virðiskeðjuna

 • Meta áhættu á uppsöfnun birgða vegna samdráttar í eftirspurn sem rekja má til takmarkaðs aðgengi að mörkuðum.
 • Meta rekstraráhættu vegna hækkunar á fjármagnskostnaði og þrýstings á sjóðstreymi vegna minni sölu og aukinnar fjárbindingar í birgðum.
 • Ef til skammtíma eftirspurnarfalls vegna faraldurs kemur þurfa fyrirtæki í atvinnugreinum með langt framleiðsluferli að undirbúa sig fyrirfram til að geta brugðist við aukinni eftirspurn eftir að markaðir hafa náð jafnvægi aftur.
 • Vegna óvæntrar stöðvunar á framleiðslu eða þjónustu vegna heimsfaraldurs þurfa fyrirtæki að bera kennsl á og meta þá samninga sem geta haft áhrif á árangur félagsins ef upplausn á þeim samningum verður. Tilkynna þarf viðeigandi aðilum umsvifalaust um mögulegt tjón og meta hvort nauðsynlegt sé að gera nýja samninga. Mikilvægt að skrá og vista öll samskipti þessu tengt.

5. Fjármálagreining: Vernda fé og fjárfestingar

 • Fyrirtæki þurfa að endurmeta áætlanir eftir því sem tilefni er til og grípa tímanlega til aðgerða sem breyttar aðstæður kunna að skapa. Huga sérstaklega að sjóðstreymi, fjárfestingu, framleiðslu og þróun.
 • Teikna upp sviðsmyndir út frá mismiklum áhrifum faraldursins á rekstur, auðkenna og meta þær breytur sem hafa áhrif á kostnað og tekjur.

Deloitte á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.


Lesa meira

Did you find this useful?