Um okkur

Frábær hugmynd!

Eigum við að taka hana áfram?

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, tækni- og stefnumótunarráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu.

Viðskiptavinir Deloitte eru afar fjölbreyttir og þekking og reynsla sérfræðinga okkar því mjög víðtæk. Viðskiptavinir okkar starfa í hinum ýmsu atvinnugreinum, spanna allt frá smáum til stórra félaga og starfa bæði á innlendum og alþjóðlegum markaði. 

 

Lausnir sem henta þínum rekstri

Við vitum að sértækar áskoranir kalla á sérsniðnar lausnir. Við kappkostum að kynnast viðskiptavinum okkar vel, skilja þá vegferð sem þeir eru á, þær áskoranir sem þeir kunna að standa fyrir og þarfir þeirra fyrir þjónustu okkar.

Við leggjum áherslu á að vinna öll verkefni þétt við hlið viðskiptavina okkar, með það fyrir augum að góð samskipti og náið samstarf skili betri heildarárangri.

Vantar þig ráðgjöf?

Ekki hika við að heyra í okkur - saman finnum við lausnir sem henta þínum rekstri.

📧 deloitte@deloitte.is

Við erum með skrifstofur á 10 stöðum víðsvegar um landið - við erum því alltaf í nágrenninu!

Did you find this useful?