Vinnustaðurinn

Jafnlauna- og jafnréttisstefna Deloitte

Það er stefna Deloitte að uppfylla kröfur laga nr. 150/2020

Það er stefna Deloitte að uppfylla kröfur laga nr. 150/2020, að öllum kynjum séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt og sambærileg störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá fyrirtækinu.

Jafnlaunastefnan á stoð í jafnréttisstefnu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja almenn réttindi og skyldur sem fram koma í lögum og sjá til þess að fyllsta jafnréttis sé gætt. Ákvarðanir launa og annarra hlunninda skulu byggðar á málefnalegum forsendum.

Launajafnrétti

Til að uppfylla skilyrði laganna og jafnlaunastefnunnar er ákveðið verklag viðhaft við launaákvarðanir innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að tryggja heildaryfirsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kyndbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós. Einnig skal tryggja öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar. Starfsmenn skulu einnig njóta sömu kjara hvað lífeyris-, orlofs- og veikindarétt varðar og hver önnur starfskjör og réttindi sem metin verða til fjár. Hver einstaklingur skal metinn að eigin verðleikum og njóta sömu tækifæra í öllum þáttum starfseminnar og þar sem hugsanlegrar mismununar gæti gætt vegna þátta sem alla jafna geta aðgreint fólk. Þættir sem horft er til í þessu samhengi eru t.d. öll kyn, hlutlaus kyn, aldur, fötlun, uppruni, kynhneigð, kynvitund- trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðarnir.

Mannauðsstjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis sem felur í sér stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. Launagreining er framkvæmd a.m.k. einu sinni á ári og brugðist við óútskýrðum launamun sé hann til staðar. Innri úttekt fer fram árlega sem og rýni stjórnenda á árangri jafnlaunakerfisins. Til að uppfylla kröfur jafnlaunastaðals IST85-2012 um stefnu og birtingu hennar almenningi og starfsmönnum, skipulagningu, kynningu og samþykki æðstu yfirmanna er jafnlaunahandbók gerð, en hún er lýsing á því verklagi sem viðhaft verður hjá Deloitte til að fá og viðhalda jafnlaunavottun.

 

Samþykkt af:
Herdís Pála Pálsdóttir,
mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs

Did you find this useful?