Vinnustaðurinn
Jafnlauna- og jafnréttisstefna Deloitte
Það er stefna Deloitte að uppfylla kröfur laga nr. 150/2020
Það er stefna Deloitte að uppfylla kröfur laga nr. 150/2020, að öllum kynjum séu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt og sambærileg störf þannig að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá fyrirtækinu.
Launajafnrétti
Til að uppfylla skilyrði laganna og jafnlaunastefnunnar er ákveðið verklag viðhaft við launaákvarðanir innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að tryggja heildaryfirsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kyndbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós. Einnig skal tryggja öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar. Starfsmenn skulu einnig njóta sömu kjara hvað lífeyris-, orlofs- og veikindarétt varðar og hver önnur starfskjör og réttindi sem metin verða til fjár. Hver einstaklingur skal metinn að eigin verðleikum og njóta sömu tækifæra í öllum þáttum starfseminnar og þar sem hugsanlegrar mismununar gæti gætt vegna þátta sem alla jafna geta aðgreint fólk. Þættir sem horft er til í þessu samhengi eru t.d. öll kyn, hlutlaus kyn, aldur, fötlun, uppruni, kynhneigð, kynvitund- trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðarnir.
Mannauðsstjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis sem felur í sér stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins. Launagreining er framkvæmd a.m.k. einu sinni á ári og brugðist við óútskýrðum launamun sé hann til staðar. Innri úttekt fer fram árlega sem og rýni stjórnenda á árangri jafnlaunakerfisins. Til að uppfylla kröfur jafnlaunastaðals IST85-2012 um stefnu og birtingu hennar almenningi og starfsmönnum, skipulagningu, kynningu og samþykki æðstu yfirmanna er jafnlaunahandbók gerð, en hún er lýsing á því verklagi sem viðhaft verður hjá Deloitte til að fá og viðhalda jafnlaunavottun.
Samþykkt af:
Helen Breiðfjörð
mannauðsstjóri