Um okkur
Um Deloitte á Íslandi
Leiðandi í faglegri þjónustu
Stærsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki heims
Deloitte ehf. gerðist þann 15. mars 1994 fullgildur aðili að alþjóða endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte Touche Tohmatsu Limited (DTTL). Deloitte ehf. er hlutdeildarfélag Deloitte NSE LLP sem er aðildarfélag Deloitte Touche Tohmatsu Limited.
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu.
Deloitte ehf. er með starfsstöðvar í Kópavogi, Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. Heildarfjöldi sérfræðinga er um 360.
📍 Dalvegur 30,
201 Kópavogur
📞 580-3000
📧 deloitte@deloitte.is
Starfsstöðvar Deloitte á Íslandi
Þjónustan
Það er stefna Deloitte að vera ávallt fremst fyrir gæði og kappkostar félagið að veita trausta og góða þjónustu. Deloitte veitir þjónustu og ráðgjöf á eftirfarandi sviðum:
- Endurskoðun og reikningsskil
- Fjármálaráðgjöf
- Áhætturáðgjöf
- Viðskiptalausnir
- Upplýsingatækniráðgjöf
- Deloitte Legal
Deloitte á alþjóðavísu
Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar spannar meira en 150 lönd og landsvæði. Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.
Lesa má meira um Deloitte á alþjóðavísu hér.