Faglegt efni
IFRS-bæklingur
2022
IFRS-bæklingur Deloitte hefur að geyma samantekt úr alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) eins og þeir voru samþykktir 1. janúar 2022.
IFRS – Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar – samantekt 2022 hefur að geyma
samantekt úr alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) eins og þeir voru
samþykktir 1. janúar 2022. Í þessari útgáfu er einnig að finna nýjustu
upplýsingar og fróðleik um uppbyggingu Alþjóðlega reikningsskilaráðsins
(IASB), notkun IFRS á Íslandi og á alþjóðavísu auk samantektar um helstu
breytingar á IFRS og túlkunum þeirra. Einnig er að finna yfirlit um breytingar
á stöðlum og túlkunum sem taka gildi næstu misserin.
Vasaútgáfan er ætluð notendum IFRS og þeim sem vilja kynna sér og hafa
áhuga á reikningsskilum almennt. Samantektinni er ætlað að veita innsýn
í efni staðlanna en kemur ekki í stað staðlanna í heild. Einu sinni á ári gefur
IASB út heildarútgáfu staðlanna.