Faglegt efni
Ertu með réttu upplýsingarnar til að taka ákvarðanir með skömmum fyrirvara?
Deloitte hefur tekið saman nokkra lykilpunkta fyrir fjármáladeildir
Á álagstímum sem þessum en enn brýnna en áður að hafa aðgengi að traustum fjárhagsupplýsingum svo taka megi ákvarðanir með skömmum fyrirvara. Ráðlagt er að rýna í verkefni og verkferla fjármáladeilda og skoða hvar megi gera betur.
Nokkrir lykilpunktar sem vert er að skoða
- Allir reikningar í rafrænt form
Nú er enn brýnna en áður að geta nálgast og unnið með gögn rafrænt. Ef þitt fyrirtæki notast við rafræna reikninga er kjörið að skoða hvert hlutfall rafrænna reikninga er af heildarfjölda og meta hvort ganga eigi lengra í þeim efnum. Hægt er að nýta tæknina til að breyta hefðbundnum PDF-reikningum í rafræna og er innleiðingin hvorki dýr né tímafrek.
- Mönnun fjármáladeilda í ljósi aðstæðna
Hjól fjármáladeilda þurfa að snúast til að réttar og uppfærðar upplýsingar séu aðgengilegar. Mikilvægt er að tryggja mönnun fjármáladeilda og hafa varaáætlanir ef veikindi eða aðrar ófyrirséðar aðstæður koma upp. Ráðlegt er skoða mönnun og tryggja tímabundna mönnun ef þörf er á. Við erum með sérfræðinga sem eru sérþjálfaðir í að sinna slíkum verkefnum ef þörf er á og geta þeir stokkið til með skömmum fyrirvara.
- Sjálfvirknivæðing reglubundinna verkefna
Eru einhver verkefni síendurtekin og tímafrek? Er verið að slá inn sömu gögnin á mörgum stöðum? Dæmi um slík verkefni eru bókun innborgana, uppfletting gagna og regluleg útsending tölvupósta. Hægt er að sjálfvirknivæða þessi verkefni.
- Mælaborð sem sýna stöðu í rauntíma
Eru allar upplýsingar aðgengilegar þegar á reynir? Hægt er að setja upp mælaborð með lykilupplýsingum sem uppfærast í rauntíma eða eins oft og þörf krefur. Gott er að byrja smátt á því sem skiptir mestu máli og bæta svo við.
- Rafrænar afstemmingar
Afstemmingar tryggja að fjárhagsgögnin séu rétt en geta verið tímafrekar, sérstaklega ef þær eru unnar á gamla mátann með pappír og yfirstrikunarpenna. Hægt er að nýta rafrænar afstemmingar til að leysa verkefnið fljótt og vel og með því spara fjármáladeildum dýrmætan tíma. Slík lausn er langt frá því að vera kostnaðarsöm.
Deloitte á alþjóðavísu
Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.