Deloitte innanfrá

Alþjóðlegur starfsframi

Alþjóðleg starfsreynsla

Við finnum fyrir því daglegu starfi okkar að að við skiptum máli fyrir viðskiptavini okkar og að við tilheyrum stærri heild. Við höfum aðgang að ýmiskonar upplýsingum, námskeiðum, gögnum, skýrslum, sérfræðingum og kollegum sem starfa hjá Deloitte erlendis. Við vinnum líka fyrir alþjóðlega viðskiptavini og fáum þannig  innsýn í störf á alþjóðlegum vettvangi.

Okkar besta fólk fær möguleika á því að öðlast alþjóðlega reynslu með því að fara í eitt til tvö ár til starfa hjá öðru Deloitte fyrirtæki í gegnum starfaskiptaáætlun Deloitte. Starfsmenn með góðan faglegan grunn fá líka tækifæri til að starfa erlendis í alþjóðlegum verkefnateymum í skemmri tíma þegar slík tækifæri bjóðast.

Allt þetta gerir það að verkum að starfsmenn okkar öðlast dýrmæta reynslu af því að vinna þvert á landamæri og menningarsvæði og efla sig faglega og persónulega um leið. En það sem mestu máli skiptir er að alþjóðlega reynsla gerir okkur hæfari í að þjóna viðskiptavinum okkar.

Did you find this useful?