Vinnustaðurinn

Alþjóðlegur starfsframi

Vilt þú öðlast starfsreynslu erlendis?

Hjá Deloitte gefst starfsfólki tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og starfa erlendis í skemmri eða lengri tíma.

Við finnum í okkar daglega starfi að við tilheyrum stærri heild. Við vinnum mikið saman; þvert á svið, starfsstöðvar og lönd. Alþjóðlegt net Deloitte og þverfaglegt samstarf er okkar sérstaða.

Innan Deloitte er mjög virkt svokallað „Mobility Program“. Þetta verkefni gefur starfsfólki okkar tækifæri til að vinna þvert á landamæri og/eða starfa erlendis í skemmri eða lengri tíma. Síðustu ár hefur starfsfólk Deloitte á Íslandi starfað meðal annars í Englandi, Danmörku og Kanada og tekið þátt í verkefnum fyrir viðskiptavini í Bandaríkjunum, Belgíu og Svíþjóð svo fátt eitt sé nefnt. 

Þá er mjög algengt að okkar starfsfólk taki þátt í alþjóðlegum verkefnum en hafi aðstöðu á Íslandi. Þetta geta verið stutt verkefni yfir í verkefni sem spanna nokkurra ára tímabil.

Með því að vinna þvert á landamæri og menningarsvæði öðlast starfsfólk dýrmæta reynslu, eykur færni sína og hæfni og eflist svo um munar, bæði faglega og persónulega.

Deloitte er með starfsstöðvar í 150 löndum og landssvæðum.

Did you find this useful?