Deloitte innanfrá

Starfsþróun

Við viljum að allir sem starfa hjá Deloitte auki verðmæti sitt á vinnumarkaði á meðan þeir eru í starfi hjá okkur. Það má orða það svo að starfsmenn fari hæfari og betri frá okkur en þeir voru þegar þeir komu. Við reynum að styðja þig í því að þróast í starfi eins vel og hægt er og bjóðum upp á bæði formlegar og óformlegar leiðir til þess.

Þróun þín í starfi og starfsframi er á þína ábyrgð og byggist mest á metnaði þínum og frammistöðu hverju sinni. Markmiðið okkar er að þú fáir starfsmetnaði þínum svalað á sama tíma og það þjónar markmiði Deloitte að vera besta sérþekkingarfyrirtækið á Íslandi sem veitir framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

"Lærir svo lengi sem lifir"

Viðskiptavinir okkar eru kröfuharðir og vilja bestu fáanlega þjónustu fyrir sanngjarnt verð. Þess vegna höfum við þörf fyrir besta starfsfólkið sem völ er á hverju sinni.  Þú hefur væntanlega metnað til þess að ná starfsframa og það helst vel í hendur við vilja okkar og getu til að veita framúrskarandi þjónustu.  Með því að styðja þig í því að verða betri og betri, aukum við getu okkar til að mæta kröfum viðskiptavina.  Við byrjum á því að efla þig faglega en þegar ábyrgð þín á stjórnun starfsmanna og verkefna eflum persónufærni þína og stjórnunar- og leiðtogahæfni sömuleiðis.

Hjá Deloitte ríkir lærdómsmenning. Við lítum svo á að 70% af faglegri þekkingu sem þú öðlast hjá okkur verði til þegar þú glímir við verkefni starfsins sem þú ert ráðin til að sinna. 20% fáir þú með því að bera þig saman við kollega þína, fá endurgjöf bæði formlega og óformlega um frammistöðu þína en einnig í þeim skilaboðum sem þú færð frá viðskiptavinum. 10% af því sem þú lærir nýtt hjá okkur lærist á formlegum námskeiðum sem í boði eru árlega bæði innanhús og utan. Allir starfsmenn Deloitte sem þjóna viðskiptavinum, fá að meðaltali 40 formlegar þjálfunarstundir á ári.

70%

Deloitte ræður fólk til starfa í ákveðin vel skilgreind störf. Það þýðir að frá fyrsta degi í starfi  ljóst hvernig verkefni og hvaða ábyrgð og verkefni fylgir starfinu. Nýtúrskrifaðir starfsmenn eru t.d. ekki settir í verkefni sem eru of erfið eða krefjast of mikillar ábyrgðar. Samt geta þeir verið þátttakendur í stórum og flóknum verkefnum, en aldrei á þann hátt að ábyrgð þeirra sé of mikil eða ósanngjörn. Með því að taka þátt og vinna með reyndara fólki lærist meirihlutinn af því sem þarf að læra í starfinu.

20%

Þegar þú hefur verið ráðinn færðu reyndan starfsmann sem leiðbeinanda. Hann þekkir verklag og vinnubrögð, vinnustaðinn og veit hvenær hjálpar hans er þörf. Líta má á leiðbeinandann sem þjálfara sem hefur það hlutverk að koma þér í form. Þú mátt og átt að leita til hans með stórt og smátt, þó svo að þú hafir alveg leyfi til að leita til annarra starfsmanna líka. Frá upphafi starfs kemur þú til með að vinna með sérfræðingum, verkefnastjórum, liðsstjórum/löggiltum endurskoðendum og meðeigendum Deloitte í verkefnateymum. Hjá Deloitte eru meðeigendur mjög sýnilegir og aðgengi að þeim er gott því unnið er í opnu rými. Þú munt fljótlega kunna að meta það að fá handleiðslu frá reynslumiklu fólki og framúrskarandi fagmönnum og konum sem hafa gert Deloitte að sterku og traustu fyrirtæki.

10%

Hjá Deloitte vinnum við út frá þeirri kenningu að lærir svo lengi sem lifir.  Það þýðir að starfsmenn Deloitte eru alltaf að læra eitthvað nýtt og þjálfa faglega og persónulega færni. Enginn getur nokkru sinni orðið fullnuma því þekkingu og kröfum til hennar fleygir hratt fram. Símenntun er krafa hjá okkur, ekki forréttindi. Árlega gefum við út námskeiðaáætlun þar sem skyldunám og valkvætt formlegt nám er í boði. Það fer líka eftir metnaði og áhugasviði starfsmanna hversu mikið þeir vilja leggja á sig til að auka færni og þekkingu sína. Allir starfsmenn hafa aðgang að þekkingarbrunni Deloitte allan sólahringinn, alla daga ársins. Þar geta þeir í frítíma sínum sótt sér á rafrænu formi fræðslu, þekkingu og þjálfun í þeim þáttum sem starf þeirra gerir kröfur til þeirra um. Þá miðla reyndustu og virtustu sérfræðingar okkar þekkingu á formlegum námskeiðum innanhúss. 

Did you find this useful?