Vinnustaðurinn

Tilgangur og velsæld

Tilgangur og velsæld spila saman

Að upplifa tilgang gefur okkur innblástur og hvetur okkur áfram í að hafa þýðingarmikil áhrif á hvort annað, viðskiptavini og samfélagið í heild.

Tilgangur

​​​​​​​Einn af burðarstólpum velsældarstefnu Deloitte snýr að tilgangi. Við getum upplifað margvíslegan tilgang í lífinu, okkar eigin tilgang og tilgang í starfi. Fyrir sumum er tilgangur eitthvað afar óáþreifanlegt, jafnvel heimspekilegt, eitthvað ákveðið sem þarf að leita að og tileinka sér. En það er ekki svo. Það er nóg að líta okkur nær, fanga hvað skiptir okkur máli og skoða hvernig við sinnum því sem er okkur mikilvægt.

Velsæld

Hjá Deloitte fá allir að blómstra og fær hver og einn að blómstra á sinn hátt. Við vitum, og höfum það að leiðarljósi, að þegar okkar fólki líður vel þá gerir það vel. Við leggjum okkur því fram við að skapa og viðhalda góðu starfsumhverfi.

Hjá Deloitte einblínum við á þrjá þætti heilsu:

  • Líkamleg heilsa
  • Andleg heilsa
  • Félagsleg heilsa
Did you find this useful?